Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Page 5
Ágnar Hallgrimsson stud. mag.:
Öskjugosið mikla árið 1875
og afleiðingar þess
(Ritgerð sú, er hér birtist, er uppiunalcga samin sem
prófritgerð til fyrri ‘hluta kandidatsprófs í íslenkkum
fræðum við Háskóla Islands árið 1966, og er hún birt
hér óbreytt frá upprunalegri gerð. Ber hún þarafleiðandi
þess ýmis merki, að hún e,r ekki samin með birtingu
fyrir augum, t. d. er í henni allmikið um beinar orðrétt-
ar tilvltnanir, sem jaínan hljóta að vera aðaluppistaðan
d slíkri fræðiiegri ritgerð, enda er hún að mestu leyti
byggð á samtíma heimildum, einkum blöðum og annál-
um. Vafalaust hefur mér þó sézt yfir ýmislegt í þessu
sambandi, þar sem fjölmargt hefur verið um at’burði
þessa ritað, bæði hér á landi og erlendis. Einnig kann
ýmislegt að vera missagt í skrifi þessu, og er þá skylt
að 'hafa það heldur, er sanna.ra reynist. Að öðru levti
þarfnast ritgerðin ekki sérstakra skýringa).
I. -hluti.
1. Askja í Byngjufjöllum cg könnun hennar fyrir árið 1875.
I miðju Ódáðahrauni austanverðu er hringmyndaður fjalla-
klasi, sem Dyngjufjöll nefnash Fjöll þessi umlykja eins konar
skál inni í miðju hringsins, sem hlotið ihefur nafnið Askja,
og er það vissulega réttnefni. I botni öskjunnar er nú allstór.t
og djúpt stöðuvatn. Hefur vatn þetta myndazt: eftir árið 1875,
svo sem síðar mun verða vikið að.
Þorvaldur Thoroddsen, jarðfræðingur hefur lýst Öskju ræki-
lega í Ferðabók sinni, og tek ég hér upp kafla eftir honum:
Askja er allmikill dalur, hér um bil ein fenhyrnings-
míla á stærð, og nærri kringlótt, í Dyngjufjöllunum
miðjum; kringja um hana þverbrattar hamrahlíðar á