Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Page 6
4
MÚLAÞING
alla vegu, 7—830 fet á hæö; sjálf eru fjöllin 4500 fet á
liæð yfir sjáfarflöt; eru fjöllin einna breiðust mrðan
við dalinn og þar liggur jökull víð-a í dældunum; að
norðan standa aðalfjöllin á breiðum hjalla eða undir-
hlíðum, sem aftur eru brattar niður að Ódáðahrauni.
Við suðausturhorn Öskju eru fjöllin einna hæst, en þar
eru á iþeim örmjcar eggjar efst. Lægst eru Dyngjufjöll
við austurop Öskju og að suðvestan; þar er annað op
mi'klu minna og hafa hraun líka runnið niður úr því. . .
Al'ur þessi fiallaklasi er sundurtættur -af jarðeldum og
eldgígir eru þar svo mörgum tugum skiftir, bæði utan
til í Öskju fyrir utan austuropið, fram með norðurhlíð-
um fjallanna og enn víðar.
Askja hefir áður verið miklu dýpri, en hefir smátt og
smátt fylzt af hraunum. er komið 'hafa upp í dalnum
siálfum.
Botninn á Öskiu hallast austur að opinu; er hallinn
ekki mikill. aðeins 1° 26'. I suðausturhomi Öskju eru
eldgígir beir, ssm gusu 1875. ')
I Öskju og Dyngjufjöllum hafa öðm hverju allt frá upphafi
Islandsbyggðar verið mikil eldsumbrot og eldgos, enda þótt
ekki sé vitað um með fullri vissu nema nokkur þeirra frá síð-
ari öldum. Eitt þeirra er Öskjugosið 1875, sem fjallað mun
verða um í ritgerð þessari. eitthvert stórko'stlegasta og afdrifa-
ríkasta e'ldgos, sem orðið hefur hér á landi, síðan sögur hóf-
ust. Frá því árið 1875 hafa orðið allmörg eldgos í Öskju. nú
síðast haustið 1961. 1 eldgosum þessum hefur Askja smám
saman verið að fyllast upp af hraunum, er runnið hafa í þeim.
Eins og Þorvaldur Thoro'ddsen getur um, eiu í Dyngju-
fjölhun skörð nokkur, og er það, sem til austurs liggur, dýpst.
Nefnist það Öskjuop. I eldgosum hefur hraunið rannið í gegn-
um Öskjuop og út yfir hásléttuna í kring og myndað bungu-
vaxinn Ihalla frá jafnsléttu upp að opinu. Hefur því skarðið
forðað því að Askja fylltist alveg af hnauni, en engu að síður
munu hafa orðið allmiklar breytingar á landslagi í Öskju og
nágrenni hennar fiá því, er Þorvaldur reit Ferðabók sina.
Askja í Dyngjufjöllum er nú einhverjor hinar þekktustu eld-
stöðvar hér á landi, og mun frægð hennar hafa borizt nokkuð
út fyrir landsteinana.