Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Qupperneq 7
MÚLAÞINÖ
5
Sem. fyrr er getið, er lítið vitað með vissu um eldsumibrot
í Öskju fyrir árið 1874, en öruggt má 'þó telja, að iþar ihafi
orðið igos öðru 'hverju allt frá upphaifi. 1 Ferðabók. iþeirra
Eggerts og Bjarna er getið helztu eldfjalla á þessu svæði, svo-
hljóðandi:
Herðubreið og Trölladyngjur eru tvö einstök og alkunn
fjöll, sem bæði hafa gosið ákaflega í fornöld. En þar
sem þau liggja langt inni á öræfum, hafa þau valdið
litlu tjóni í byggðum. Hinar víðlandu, herfilegu íhraun-
breiður, sem Ódáðahraun kallast, eru sennilega frá þess-
um fjöllum í'unnar. Milli fjalla þessara em 7—8 mílur.
Herðubreið er austar. Hún sést frá Vopnafirði langt í
vestri. Hún er hátt, inæstum ferhyrnt fjall, og eru geysi-
miklir bráðnir klettar ofanvert í henni.
Trölladyngjur eru lágt fjall, er skiptist í nokkra, en að-
allega þrjá hlufca. Standa upp úr þeim brunnir tindar, en
'kollóttir hnjúkar á milli.")
Ekki er fullljóst, hvort Iheldur hér muni átt, við Trölla-
dyngju(r), er nú nefnist svo, eða eitthvert annað fjall á
þassu svæði. Eins má telja líklegt, að einhver þeirra gosa,
sem kennd eru við Trölladyngju(r), hafi komið úr Dyngju-
fjöllum, enda ekki verið færðar sönnur á það. Hins vegar
bendir ekkert til þess, að stórt, vi'kurgos ihafi orðið í Öskju
fyrir árið 1875, þar sem ekki finnast nein öskulög í jörðu á
Norður- og Austurlandi, sem bent gætu til þess. Einnig virðist
svo siem nokkurt, hlé hafi orðið á leldgosum í Öskju næstu
aldirnar fyrir árið 1874.
Sveinn Pálsson getur þess þó í Ferðabók sinni, að hafa
fundið ljósan viikur á ble'.tum á Jökuldalsheiðinni og nærri
Möðrudal, er hann fór þar um árið 1794. 3) Líklegt er, að
viilrur þessi hafi 'komið úr Öskju, en óvíst hvenær það hefur
átt sér ,stað.
Askja og Dyngjufjöll, svo cg Ódáðahraun allt, voru annars
,svo til ókannað svæði allt fr>am á síðustu öld. Hugðu menn,
að þar byggju útilegumenn og annað ilLþýði, er fáir vildu
hitta. Ekki varð það t,il að draga úr þessari útilegumannatrú
fólksins, að reyki sást öðru hverju leggja upp frá Dyngju-