Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Side 9
MÚLAÞING
■t
einhver eða einhverjir komið inn í Öskju á undan honum,
enda þótt þess sé hvergi getið í heimildum.
Næsta könnunarferð í Ödáðalhraun var farin um haustið
1855, og enn voru iþað Mývetningar, sem lögðu upp í leið-
angur. Voru þeir fjórir saman, vel útbúnir, en óvopnaðir, að
sagt er, enda var förin farin til þess að leita að fé og högum,
en ekki útilegumönnum. Ekki munu þeir hafa komið í Öskju,
og enga hittu þeir útilegumenn á ferð sinni, en haglendi nokk-
urt (melland) munu þeir hafa fundið í svonefndum Upptypp-
ingum, sem síðar eyddist í gosinu mikla 1875.
Á árunum 1830—1874 er því ekki vitað um nema þessa þrjá
leiðangra manna í Ódáðahraun og Dyngjufjöll, og má sjá af
því, að áhugi landa vorra fyrir því landssvæði hefur verið
næsta tákmarkaour, hverjar sem ástæðurnar fyrir því hafa
verið. Sennilega hefur þar valdið mestu um skortur og getu-
leysi landsbúa ás-amt ótta við útilegumenn.
Þjóðhátíðarárið, 1874, og hið næsta ár, gerast hins vegar
þeir atburðir í Öskju og Dyngjufjöllum, sem lengi munu
geiymast í mi.nningu þjóðarinnar og urðu til iþess að rjúfa
hina aldagömlu einangrun þessa landsvæðis.
I febrúarmánuði þessa árs (1874) sáust af Jökuldal og
víðar gufumekkir mikiir stíga upp frá Dyngjufjöllum, og hafa
eldsumbro«l.in í Öskju að líkindum þá þegar verið byrjuð, enda
þótt ekki yrði meira *af í það si.nn. Leið svo fram í desember
þess sama árs, en þá upphófust á Norður- og Austurlandi
jarðskjálftar miklir, ler fóru vaxandi eft.ir því, sem lengur
leið, og náðu þeir loks hámarki hinn 3. janúar 1875. Gætti
þeirra einna mest á Jökuldal og í Þingeyjarsýslum. Segir svo
um þetta í bréfi frá Mývatni, rituðu hinn 8. janúar 1875:
Rúmri viku fyrir jól, fór fyrst að bera á jarðskjálftum
og fóru þeir smá vaxandi. Ekki voru kippirnir harðir
nje langir, en svo tíðir, að ek'ki varð tölu ákomið, þó
brakaði mikið í húsum í stæðstu kippunum og allt
hringlaði sem laust var. Mest voru brögð að þessum
ósköpum 2. þ. m., því svo mátti heita, að einlægur jarð-
slijálfti væri frá morgni til kvölds þann dag... Víða
hjer norðanlands er sagt að hafi orðið vart við jarð-