Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Síða 10
8
MÚLAÞING
skjál'fta þessa, helzt fram til dala og fjalla t. a. m. í
Möðrudal á fjöllum, en minna á útsveitum. 4)
Daginn eftir að jarðskjálftarnir náðu hámarki, eða hinn 3.
janúar 1875, sást úr Mývatnssveit og víðar, að eldsloga bar
hátt við himin í suðri. Um það segir svo í fyrrnefndu bréfi
frá Mývatni:
Reykjarmökkur hafði sjéðst í suðri nokkra daga á und-
an þegar heiðríkt var, en að morgni þess 3. þ. m. laust
fyrir dag, sást hjeðan eldur mikill, litlu austar en í liá-
suður. Lagði logann hátt á lopt upp, og var hann býsna
breiður um sig niður við sjóndeildarhring, en bráðum
dró ský fyrir svo eklkert sást. Síðan hefur optast verið
þykkviðri og líka dregið úr jarðskjálftunum, og lítið
gætt í dag og í gær. 5)
I Annál 19. oldar er sagt frá þessu á þessa leið:
3. janúar (1875) sást úr nokkrum sveitum nyrðra, þó
einna gleggst úr Mývatnssveit, að eldur var uppi tii
fjalla, litilu austar en í hásuður. Lagði logann hátt í
lopt upp og var allmikill ummáls, en eigi sást bálið lengi
í það sinn, því að ský dró fyrir. Næstu daga var dimm-
viðri, svo að eigi sá til eldsins, og mun hann þó þá
lengstum 'hafa verið uppi.
Urðu þá jarðskjálftarnir vægari, unz þeir hurfu að
mestu um sinn. ")
Ekki ler mér .kunnugt um, á ihvaða rökum sú fullyrðing er
reist, að eldurinn hafi verið uppi í marga daga, þar sem eng-
ar nákvæmar heimildir liggja fyrir um það, hversu lengi gos
þetta stóð né heldur hvernig því var háttað. Hitt er þó víst,
að engu tjóni olli það í byggðum, enda þótt lítils háttar ösku-
fall yrði á Hólsfjöllum og þar í igrennd. Hér mun þó 'hafa
verið um að ræða allkröftugt sprengigos, sem gleggst má sjá
af atlhugunum Þorvalds Thoroddsens á þessu svæði nokkrum
áruni síðar. Segir ihann gosgufurnar hafa sprengt kletta úr
gígbotninum eins .stóra og hús og kastað þeim meira en 100
fet upp úr gígnum. ’)
Úr gömlu gígunum sprengdust stór móbergsbjörg og
hraunklettar og nýir gígir mynduðust sem gusu ösku og
gjalli, en lítið af því komst til mannabyggða. Sú aska,
sem þá féll á Hólsfjöllum, var móbergs- og blágrýtis-