Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Síða 11
MÚLAÞING
9
asfka, gjörsamlega ólík líparítöskunni, sem seinna þeytt-
ist upp og dreifðist um alt Austurland. 8)
Af þessari lýsingu má sjá, að öskufall nokkurt hefur fylgt
gosinu, enda þótt það yrði ekki eins stórkostiegt svo sem síð-
ar varð, enda var þetta aðeins fyrirboði hins mikla gass á
páskunum 1875. Mest öskufall hefur vitanlega orðið inni í
óibyggðum í kringum eldstöðvarnar.
Fljótt tótku menn að mynda sér ckoðanir um, hvar eldurinn
myndi upp'kominn, og voru uppi ýmsar getgátur um það. 1
fyrmefndu Mývatnsbréfi er þess getið, að ekki sé gott að
segja um, hvar ihann muni vera, en sé hann í Vatnajökli,
hljóti h*ann að vera vestar en sumarið 1867. °)
1 mánaðarritinu Sæmundur Fróði sem Jón Hjaltalín gaf út.
birtist í desembermánuði árið 1874 eftirfarandi frétt:
Margar ástæður eru til, að eldur sjé uppi í Vatnajökli,
lí'kast til norðvestanvert. Merkur prestur í Borgarfirði
skrifar 1. jan. þannig:
„Vissulega er eldur uppi á sama stað og þeim um vetur-
inn, því við sjáum opt reykjarmökk um Hafrafell (frá.
Gilsbakka) og roða mikinn á loptinu, og einu sinni
heyrðist hjér dynkur mikill“. 12. þ. m. sá maður hjer í
bænum snemma morguns eldsloga í austurátt norðan
vert við Hengil. 10)
Fyrst í stað mun bað því hafa verið almenn skoðun, að
eldsupptökin væru í Vatnajökli, en fljótt munu þó Mývetn-
ing-ar og aðrir þeir, sem næst eldstöðvunum bjuggu hafa
fallið frá þeirri skoðun, svo sem sjá má í öðru bréfi, sem
ritað er í Mývatnssveit nokkru síðar:
Það er orðið augljós.t, að eldgosið, sem í vetur hefur
orsakað jarðskjálftana, er í 0sku- eða Dyngjufjöllum,
enum syðri, er svo eru nefnd á landkorti B Gunnlaug-
sens.
Sagt er að jarðskjálftarnir hafi í vetur orðið stóbkost-
legastir í Möðrudal á Fjöllum, einnig þar á næstu bæi-
um Víðirdal og Grímsstöðum, og sumt af húsum í Möðni-
dal legið við hruni. ll)
Ekki vildu Mývetningar láta þess ófreistað að komast að
hinu sanna í málinu, því að í þessu sama bréfi er þess getið,