Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Page 12
10
MÚLAÞING
að fjórir eða sex menn þaðan úr sveitinni áformi að leggja
af stað suður á öræfin til þess að kanna upptök eldsins.
Hinn 15. febrúar 1875 iögðu síðan fjórir menn upp úr Mý-
vatnssveit í ágætu veðri og stefndu á Dyngjufjöll. Komu þeir
í Öskju daginn eftir, en höfðu þar skamma viðdvöl og héldu
síðan iheimleiðis. Ekki eru menn þessir nafngreindir, né heldur
er vitað um, að hvers tilhlutan þeir fóru slíká glæfraför um
miðjan vetur sem ferð iþessi hlýtur að hafa þótt á þeim tíma.
AHýtarleg skýrsla um ferðina, rituð af Jóni Sigurðssyni al-
þingismanni á Gautlöndum, birtist í Norðanfar-a þetta sama
ár, lýg er hún rituð skömmu eftir för þeirra félaga. Tek ég
hana hér upp orðrétta:
I brjefi 8. f. m. til ritstjóra Norðanfara, gat jeg með
fáum orðum um jarðeld þann, er vart hafði orðið við í
Þingeyjarsýslu, og um jarðskjálfta þá er honum voru
samfara . . . Síðan hefur margt gjörst sögulegt í þessu
efni. Það mátti ráða það fljótt af ýmsum líknm, að elds-
upptökin mundu vera norðar en í Vatnajökli, og þótti
n-auðsynlegt að komast eptir hvar helzt þau mundu vera.
Sökum þessa voru 4 menn gjörðir út hjeðan úr sveit,
til að leita að eldinum og löigðu þeir *af stað 15. þ. m
Þeir fóru beinustu leið suður eptir endilöngu Ödáða-
hrauni, og stefndu á Dyngjufjöll hin fremri — sem hjer
eru kölluð isvo — og er stíf sólarhrings ganga úr byggð,
suður undir fjöllin, þegar þessi leið er farin.
Þeir fengu gott veður og bjart mest alla leiðina til og
frá. En er voru komnir svo ssm á miðýi leið, fóru þeir
að heyra dunur miklar og dynki, og jafnframt fundu
þeir sterka eldlykt, og fór þetta alltaf vaxandi eptir því
,sem þeir nálguðust fjölli.n. Þegar lengra dró suður eptir
isáu þei.r reykjarmökkinn bera við lopt vestan undir
fjöllunum.
Eins og sjá má á landabrjefinu stóra eptir Gunnlaugs-
sen, mynda Dyngjufjöllin fremri mikin fjallabring, og er
hraunbreiða mikil innaní bugnum, sem nefnd er Askja
á landabrjefinu . . . Þarna í Öskjunni vestanundir eystri
fjallgarðinum, fundu þó leitarmenn eldsupptökin. og hafa
þeir iskýrt svo frá, að þar sje mikill gýgur eða hver,
sem 'kasti grjóti og leireðju fleiri hundruð feta í lopt
UJPP-