Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Blaðsíða 13
MÚLAÞING
11
En sökum grjótkastsins komust þeir ekki nær gýgnum
en svo, að nema mundi 60—70 föðmum. Varir urðu þeir
við fleiri hveri í grend við hinn mikla hverinn, og hjeldu
iþeir að úr einum þeirra mundi hafa komið dálítið hraun-
tagl, en ekki gátu þeir heldur komist nærri þeim. Vatn
rann úr sumum hverunum og hafði það myndað dálitla
tjörn þar í hrauninu.
Allt í kring var jörðin — eða rjettara sagt hraunið —•
umhverfð og sundurrifin með stórum gjám og s-prung-
um, og á sumum stöðum sígin niður, svo ekki mun hafa
verið árennileg.t að ganga nærri þessu tröllavirki nátt-
úrunnar.
Síðan hefur reykjarmökkurinn sjeðst daglega úr byggð
þegar heiðskýrt hefur verið, engu minni en áður.
Það skal tekið fram, að greinainöfimdur var ek.ti einn af
þátttakendum fararinnar, enda er frásögnin efcki svo skýr,
sem æskiliegt hefði verið og við hefði mátt búast af ®vo vel
menntum og greinargóðum manni. Er hér ef til vill um að
kenna óljósri frásögn sendimannanna, enda munu þeir ekki
hafa átt auðvelt með að kanna eldsupptökin, þar sem jörðin
skalf og nötraði undir fótum þeirra, og grjót og leir kastaðist
hátt í loft. upp. Munu þeir því hafa verið undankomunni fegn-
astir.
Ekkert í f.rásögninni bendir til þess, að eldgos hafi verið
í Öskju, er þeir félagar komu þangað. Tala þeir um „mikinn
gíg eða hver [mjög óvenjuleg notkun orðsins hver], sem kasti
grjóti og leireðju fleiri hundruð fet í loft upp“. Einnig nrðu
þeir varir við fleivi ,,hveri“ í grenndinni, sem ýmist rann frá
,,ihraun“ ieða vatn. Allt er þetta þó mjög óljóst í frásögninni,
og má því telja liklegt, að hvorki hafi verið um að ræða eld-
gos né hraunrennsli, heldur eins ko.nar sprengigos og vatns-
rennsli, sem oft verða á undan eldgosum úr jörðu og varð til
dæmis nú síðast fyrir Öskjugosið 1961. Að vísu hefur þetta
verið í öllu stærra mæli, ef marka má frásögnina.
EMgos það, sem varð í Öskju hinn 3. janúar 1875 og sást
úr nærsveitum, mun því hafa verið svokallað sprengigos. Hef-
ur asfca frá því dreifzt í kringum eldstöðvamar og allt út
yfir Hólsfjöll. Síðan hefur það hjaðnað fljótt, aft.ur og verið