Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Qupperneq 14
12
MÚLAÞÍNG
að mestu um garð gengið, er Mývetningar 'komu þangað. li
varð gyos þetta þó neitt í líkingu við hið mikla gos í Öskju
tæpum þi'emur mánuðum síðar, enda aðeins fyrirboði þess,
sem koma skyldi, „fæðingarhríðar“ hinna ógurlegu náttúru-
hamfara, sem fylgdu í kjölfarið.
Eftir för þeirra Mývetninga er ekki getið um, að neitt
óvenjulegt ætti sér stað inni í Öskju, svo að séð yrði, fyrr
en á páskum 1875, 28.—29. marz, en þá urðu þeir atburðir,
er vöktu ógn og óhug meðal fólks í byggðum Austurlands.
Höfðu þeir þær afleiðingar í för með sér, að heilar isveitir
lögðust í eyði um lengri eða skemmri tíma, og upplausn og
landflótti varð svo mi'kill í þessum landshluta, að langt um
leið, unz greid um iheilt að fullu. Þessar ógurlegu náttúru-
hamfarir áttu upptök sín í margnefndum eldstöðvum í Öskju
í Dyngjufjöllum.
II. hluti.
1. Eldgos í Öskju á páskunum (28.—29. marz> 1875.
Þá er komið að því að lýsa þeim atburðum, sem gerðust
á páskum árið 1875. Á annan í páskum (29. marz) varð
í Öskju ógurlegt sprengigos, eitthvert hið allra mesta að
magni til, sem orðið hefur á landi, síðan sögur hófust. I
þessu miikla gosi barst asku og vikur yfir mestan hluta
Austurlands, og hafði það í för með sér eyðingu fjölda
býla um lengri eða skemmri tíma, einkum þó á efr>a hluta
Jökuldals, þar sem öiökufallið varð mest. Askan barst einnig
til Noregs cg Svíþjóðar.
Sem fyrr getur, hafði þá allt verið kyrrt að kalla inni
í eldstöðvunum um nokkurra vikna sfceið. Þennan vetur
er isagt, að hafi vierið óvanalega mikil hlýindi á Austurlandi,
og síðustu dagana fyrir eldgosið hafi ríkt suðvestan átt á
Jökuldal með afar steifcum þíðvindi, og komst, hitinn allt upp
í 10° R. Leysti þá upp allan gadd af hálendinu, en snjór var
í lautum og lægðum. J)