Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Qupperneq 17
MÚLAÞING
15
dag páska var fagurt og bjart veður og svo var enn að
morgni annars dags páska. En er leið að hádegi, sást
af Jökuldal, að kolsvartan skýflóka dró upp yfir vestur-
brún dalsins. Hófst ský þetta hratt upp á himininn, svo
■að dró fyrir sól, og gerðist iþá brátt hálfrokkið, en grá-
leitur öskusalli tók að sáldrast niður úr loftinu. Slkipti
nú engum togum, að svarta myrkur lagðist yfir, og tók
að rigna ákaft gráum, grófum, léttum vikri. Samtímis
því, að sólarljósið dvínaði, lagðist yfir nístandi, hráslaga
kuldi. Þórdunur kváðu við í sífellu. og eldingar leiftruðu,
en ofan úr hvolfinu heyrðist stöðugur gnýr, likastur
því, að margai' kvarnir væru knúðar jafnt og þétt. Eitt-
hvert slangur af aðkomufólki var komið til kirkju í
Hoftsigi, en messugerð féll niður. 3)
I öllum aðalatriðum ber þessum tveimur frásögnum saman,
en ljóst er, að öskufaliið byrjar talsvert fyrr á Eiríksstöðum
etn í Hofteigi og lýkur einnig fyrr. Það er einnig ljóst, að
öskufa’Is þess, sem hófst á Eiríksstöðum kl. 3.30 aðfaranótt
29. marz, hefur lítið gætt í byggð nema á Efra-Jökuldal (þ.e.
íninan við Gilsá), sem s.já má af því, að í Hofteigi var íbjart
og fagurt visður að morgnj hins 29. marz, og jafnvel kirlqju-
fólk var komið til staðarir.s, þegar dimmdi og öskufallið hófst.
Myndi víst e.nginn hafa lagt upp í kirkjuferð í þvi útliti, sem
var á Eiríksstöðum þá um morguninn, ef marka má frásögn
Gunnlaugs 'Snædals. Kemur þetta vel 'hsim við rannsóknir sér-
fræðinga síðari tíma á magni ös'kufallsins og tímaákvörðun
hvers staðar. Virðist því ekki ástæða til að rengja sannleiks-
gildi þessara frásagna.
Næst, Jckuldal varð öskufallið mest á Fljótsdalshéraði aust-
an heiðar, einkum í innsveitum, er nær lágu eldinum. Um
öskufallið á þessu svæði hefur mest og bezt ritað séra Sigurð-
ur Gunnarsson, prófastur á Hallormsstað, er var hinn greind-
asti maður cng að mörgu leyti á undan sinni samtíð. Sigurður
var staddur í Þingmúla í Skriðdal, er ósiköpin gengu yfir, en
þar mun öskufallið hafa verið svipað og annars staðar á Upp-
Héraði. Goslýsing séra Sigurðar hljóðar svo:
Á annan í páskum (29. marz) heyrðust mjög snemma
um morguninn dunur mi'klar og umbrot í vestri, og leiddi