Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Blaðsíða 24
22
MÚLAÞING
um Völlu, 'hið innra allstaðar þyk'kra í lágum, því golan
feykti vikrinum af búngum.
Á efra Jökuldal varð vikurlagið 4 til 8 þuml. þykkt og
vikurinn stærri, margir molar ihnefastórir og sumir á.
borð við 2 hnefa. Þar var og askan glóðheit, er hún kom
niður — hjer að eins volg — og fá vikurkom stærri en
Icaffibaun.. .
Hjer í fjörðuiium, þar sem þessi aska fjéll, varð lagið
þynnra og smærri vikurinn 1 þuml. eða rúmlega það á
þykkt allt að 2 þuml. 11)
Þannig farast honum orð um þykkt öskufallsins í byggðum
Austurlands. og virðist; mér engu þurfa við að foæta. Annað
mái er það að inni í óbyggðum og úti á rúmsjó var enginn
til f'rásaignar um þennan atburð. Þó má geta sér nokkuð 'til
r|m, hjvernig þar hafi verið umborfs eftir þeim atíhugunum,
sem gerðar voru síðar á þessum sióðum, af foæði innlendum
og erlendum mönnum. Til dæmis lýsir Þorvaldur Thoroddsen
þannig ferð sinni inn í Öskju sumarið 1884: ,
Undir eins og kemur suður fyrir Herðubreið, er land alt
þakið vikri eftir Öskjugosið 1875, er vikurlagið hér víð«a
enn á sléttu eitt fet á þykt eða meir, í dældum margar
álnir sumstaðar. Vikurmolarnir eru flestir hnefastórir,
en þó alstaðar á víð og dreif innan um vikursteinar á
stærð við mannshöfuð og þaðan af stærri; vilkurinn er
grár, hvítur og mórauður eða gulleitur; eru stóru stein-
arnir fiestir líkir fúnu tré... Ekki er foægt að hugsa
sér Jjótari sjón, en að líta yfir landið suður af Töglun-
um; alt er gulgrátt af vikri; hæðir og fjöll, sléttur og
ár, sem vikurinn hefir hulið, verða einsog grautur fyrir
auganu í hinni óþægilegu birtu, er kastast frá vikur-
breiðunum. 12)
Fyrst eftir að ósköpum þessum linnti, var allur almenning-
ur mjög felmtri sleginn. Lá við, «að mönnum féllust hendur j
fyrst í stað. Ólafur Jónsson hefur ritað skemmtilega lýsingu
á því, sem fyrir augu bar, þegar upp birti, eftir ömmu sinni,
sem var þá í Hofteigi:
Þar sem áður voru grónar fjallshlíðar, sem teknar voru
að litkas.t af gróanda vorsins, blasti nú við sviplaus og
ömurleg, grá breiða. Lindir og smálækir voru hætt að
streyma, en sigu nú hægt og þyngslalega fram gegnum
J