Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Qupperneq 25
23
MÚL AÞING
öskuleðjuna. Stærri lækirnir runnu að vísu ennþá, en
voru þykkir af vikri og ösku. Kindurnar, sem rétt áður
höfðu dreift sér á beit um dalshlíðarnar, fannhvítar á
lagðinn, hnipruðu sig nú saman í hópum hér og þar,
hengdu höfuðin og sýndust næstum samlitar vi'krinum.
Fuglarnir voru þagnaðir. Sólin hellti geislum sínum yfir
eyðimörk.. . Vikurkornin voru af ýmsum stærðum, flest
á stærð við matbaunir, en innan um hnefastórir molar,
sem voru þó svo lausir í sér, að þeir molnuðu undan
fætinum. “)
Séra Sigurður Gunnarsson lýsir því á þessa leið:
Askan lá logndauð 3 daga. Jörð var hér öll auð í byggð-
um á undan öskufallinu. Engin skepna mátti úr húsum
ikoma. Fjeð varð sem hamstola úti, rann og hljóp eitt-
hvað út í bláinn. Á 4. degi kom hjer bísna hvass suðvest-
anvindur. Þiá reif cskuna víða í skafla, og fau.k af þúf-
um, nema hið smærsta sat eptir í skóf; sumir skaflar
urðu 1 til 2 álnir á þykkt. Næsta dag kom norðvestan-
veður, en eigi nógu hvasst.Skemmdi það aptur þar, sem
áður reif af. 14)
Þar sem öskulagið var iþykkast hefur því útlitið ekki verið
mjög glæisilegt, fyrst eftir að upp rofaði. Með öllu ihaglaust
fyrir búpening. Lækir allir og ár, ýmist þornaðir upp, stífl-
aðir eða gerspililtir af völdum öskunnar. Sama var að isiegja
'u'pn vötn og mýrlendi. Má því með sanni segja, að einhver
allra versta plágan fyrsta sumarið eftir öskufallið væri vatns-
leysið,, og var það jafnvel enn verra en hagleysið. Skepnur
gátu hvergi >brynnt sér og þrifust því mjög illa af þ'eim ísatk-
um. Vafalauist hiefur og hið öskumengaða vatn valdið eitmn
og sjúkdómum í búpeningi ekki síður en grasið. Mátti því með
sanni segja, að öll sund virtust lokuð fyrst í stað.
Sem að líkum lætur, sást gosmökkurinn víða að úr ná-
giran.n'abyggðunum, og fregnin um þeissi ótíðindi barat sem
eldur í si,nu um allt landið. Mönnum léik fljótt hugur á að
vilta, hvar fjandi aá væri staðsettur, sem spúði eldi og leim-
yrju yfir heil 'héruð, svo að við lá landauðn. Þóttust menn
fljótt geta rennt grun í hvar hans myndi að leita, enda þóitt
menn væru ekki alveg á eitt sáttir til að byrja með. 1 grein