Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Qupperneq 27
MÚLAÞING
25
I Dyngjufjöll hefur ‘engin komið síðan iþeir 5, sem fóru
iijeðan úi' sveit á þorranum, en þar eru efal-aust mikil
umbrot í náttúrunni, því nú uppí heilan mánuð hefur
rokið þar fjarskalega og í fleiri stöðum ýmist austar
eða vestar. 19)
Eftir frásögn iþessari að dæma virðist svo sem Mývetningar
hafi ekki orðið gossins varir, en það verður þó að telja frem-
ur ólíklegt, þar sem úr Möðrudal og af Hólsfjöllum sést gos-
strókurinn greiniiega, og verðiur jafn-vel smávegis öskufall.
Úr Bárðardal sést; það einnig. Eftirfarandi grein hirtist í
Norðanfara, og er höfundur ihennar ókunnur:
Annan í páskum sást úr Möðrudal á Fjöllum strókur
miliill taka sig upp fyrir sunnan Herðibreið og gizkuðu
menn þar á, að gos mundi komið upp í Vatnajökli; úr
öðrum stöðum bar þessi strókur svo við eins og hann
.hefði komið upp sunnan til í Möðrudalslandi og var þar
sagður eldur uppi, sem þó reyndist ósatt. Hvar sem nú
jþsissi eldur hefur komið upp, hvort það er úr Vatna-
jökli eða ú,r tungu þeirri er myndast af kvíslum Jökuls-
ár, eins og sumir hafa getið sjer til, eða úr Dyngju-
fjöllum, ,þá varð honum samfara mikill vikur (Pimp-
steen), og það svo, að Jökulsá var óferjandi um nokkra
daga, sökum vikurburðar. Þá var vindur vestlægur Oig
barst því ský- og vikur-strókurinn yfir Jökuldal, Fljóts-
dal og Seyðisfjörð. 20)
I iblaðinu Ísafold er atburðum lýst, eins og iþeir sáust úr
Bárðaidal og víðar, á þessa leið:
Hefir slaðið að kalla sífelld goshríð síðan á þorra í
vetur í Dyngjufjöllum og á Mývatnsfjöllum, sumir halda
jafnvel að eldur hafi verið uppi í Vatnajökli einhvers
staðar. 1 Dyngjufjöll hefir engi.nn komið síðan Mývetn-
ingar á þorranum í vetur. En sjest hefir rjúka þar að
staðaldri, stundum fjarsikalega, cg heyrzt dunur miklar.
Mestur var reykjarmökkurinn annan í páskum, þá bar
ihann að sjá úr Bárðardal (þ. e. 2 þingmannaleiðir burtu)
jafnhátt á lopt og sól i hádegisstað . . . Jökulsá á Fjöll-
um fylltist svo af vikurburði, að hún varð óferjandi
nokkra daga, Hraunleðjuna og vikrið var farið að reka
á land aptur fyrir Kelduhverfi, Núpasveit og Melrakka-
sljettu veistanverðri (?), og hákarlaskip, sem voru á