Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Síða 29
MÚLAÞING
27
saa det der nedfaldne Pimpstensslev har tilbagelagt en
Vejlængde af 250 Mil i omtrent 30 Timer. !S)
Það hefur sem sagt tekið öskurykið um það bil einn sólar-
hring að berast frá Öskju alla leið til Svíþjóðar, og lætur
nærri, að það svari til 10 mílna meðalhraða á klukkustund.
Enda þótt; öskufall yrði ek,ki mikið hvorki í Noregi né Sví-
þjóð og ylli þar engu tjóni, vakti það mikla athygli hvarvetna,
og var margt um það ritað af vísindamönnum iþeirrar tíðar.
Hér hefur nú verið lýst í stórum dráttum öskufalli þvi
hinu mikla, sem varð á Austurlandi á páskunum 1875, bæði
samtíma iheimildum og síðari tíma frásögnum. Leitazt hefur
verið við að tína til lýsingar á fyrirbrigðinu, bæði af ösku-
svæðinu sjálfu og einnig, hvernig það kom þeim fyrir sjónir,
er utan þess bjuggu. Má af þessum lýsingum öllum fá margvís-
iegan fróðleik um öskufallið og hversu því var iháttað. Er
nú ekki úr vegi að gera nánari grein fyrir eðli þess og
á hvaða tíma það verður á hverjum stað, og er þá stuðzt
við fyrigreindar goslýsingar. Enn fremur hef ég stuðzt
nokkuð við doktorsritgerð Sigurðar Þórarinssonar jarðfræð-
ings, sem fjallar m.a. um þetta efni. 2‘)
Samkvæmt frásögn Gunnlaugs Snædals á Eiríksstöðum
upphefst öskufailið á Efra-Jökuldal kl. 3x/2 aðfaranótt ihins
29. marz. Þá verður smávegis öskufall á svæðinu fyrir innan
Gilsá (þverá Jökulsár á Dai) en hvergi annars staðar í
'byggð svo að getið sé. Sú -aska, sem þá féll, var mjög
flíngerð og ólík þeirri, sem síðar féll um nóttina og morgun-
inn eftir. Vegalengdin frá Öskju að Eiríksstöðum á Jökuldal
er um 65 km (til austurs), og má því gera ráð fyrir, að
eldsumbrotin í Öskjugígnum mikla (Víti), sem myndaðist
við þetta gos, hafi byrjað um tíuleytið að kveldi hins 28.
rnarz, en verulegt öskufall hefur ekki orðið fyrr en um
miðnætti, og hefur það borizt austur á Jökuldal um kl.
3—Sy2 um nóttina. Þetita fíngerða öskufall stóð yfir í aðeins
eina klukkustund samkvæmt frásögn Gunnlaugs Snædals.
Því næst rofaði aftur til, og virðist svo sem hlé hafi