Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Qupperneq 30
28
MÚLAÞING
orðið fram til kl. 7 um morguninn, en þá hófst sjálft aðal-
vi'kuröskufallið. Féllu þá á Efra-Jökuldal vikursteinar allt
að mannshnefastórir. Þistta vikuröslkufall hélzt, þar til ikl. um
tólf á hádegi, en utar á „Dalnum“ til kl. eitt, en þar hófst
það noikkru síðar, svo sem áður hefur verið getið um. I
Þingmúla í Skriðdal, sem er á Upp-Héraði, stóð öskufallið
yfir frá ikl. 0,07 til kl. 4 e.ih., á Seyðisfirði og Loðmundar-
firði frá kl. 0,08 til kl. 1 e.h., í Reyðarfirði frá kl. 10 til
4 e.ih. og í Beirufirði frá kl. 1 e.h. cg alveg fram á kvöld.
Þessar tölur ættu að nægja til þess að sýr.a, að öskufallið
’hefur orðið nokkurn veginn í öfugu hlutfalli við fjarlægðina
frá eldstöðvunum. Þó virðist svo sem það hafi byrjað nokkru
fyrr nyrzt í gosgeiranum og síðan sveigzt. til suðausturs, að
líkindum undan norðaustlægum vindi (sibr. skýringarkort).
Hefur það forðað Vopnafirði frá öskufallinu, sem að öðrum
kosti hefði vart getað sloppið við það. Hin fíngerðari aska
berst síðan í loftinu á haf út, dreifist yfir Færeyjar, þótt þess
sé hvergi getið, á hvaða tíma það verður. Að kve'ldi hins 29.
marz, nánar tiltekið kl. sjö, byrjar aska að falla í Ona
á vesturströnd Noregs, og enn heldur hún áfram yfir Noreg
og Svíþjóð þvera, og kl. tíu næsta morgun hefur hún náð
alla leið til Stokikhólms. Lengra austur er ekki vitað um,
að aska úr Öskjugosinu 1875 hafi toorizt, en sagnir eru urn,
að hennar hafi orðið vart í Þýzkalandi í nágrenni Stiettin
borgar. 25)
Asika sú, sem myndaðist við öskufall -þetta, var nær ein-
göngu líparítaska, að undanskilinni þeirri, sem féll á Efra-
Dal kl. 31/2 til 4y% nóttina milli 28. og 29. marz. Var það
ihvítgrá, fíngerð og lámkennd basaltaska, sem varð þar um
tveir þuml. á þykkt. Askan, sem féll í aðalgosinu, var hins
vegar ei.ngöngu líparítvikuraska, dökkgrá að lit, og voru
vikurkornin mjög misjafnlega stór eftir því, hversu lan.gt
þau féllu frá gosstöðvunum. Langstærstir urðu vikurmol-
arnir inni á öiræfunum suður af Herðubreið og þar í grennd-
inni. Þar voru þeir flestir hnefastórir, en alls staðar innan
um vikursteinar á stærð við mannshöfuð og þaðan af stærri.