Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Qupperneq 32
30
MÚLAÞIN G
I byggð á Efra-Jö'kuldal voru stærstu stykkin al’t að 'helm-
ingi stærri en mannshnefi, annars allmiklu smærri, þ.e.
malarkennd (,,grovgrusig — stenig“). I Þingmúla, og annars
staðar á Hcraði víðast hvar á s-tærð við kaffibaun (,,grov-
sandig — fingrusig '). Niðri í Fjörðum, á Hólsfjöllum og
víðar 'var hún enn fínni, sums staðar aðeins sem dust eða
ryk. Aska sú, sem fé' 1 í Skandinavíu, Færeyjum og Þýzka-
iandi, var og rnjög fíngerð, lOkust leir,(,.mellanmoig — fin-
moig“).
Norskur vísindamaður, að nafni Hans Mohn prófessor í
Kristjaníu, íhefur ritað um öskufallið í Noregi og Svíþjóð.
Eftir útreikningum ha.ns hefur askan borizt frá Seyðisfirði
til Ona í Noregi með meðalihraðanum 23,8 m/sek., en frá
Ona til Stckkhó'ms með meðalhraðanum 14,1 m/sek. Virðist
því hafa dreigið allmikið úr hraða öskuryksins, því lengra
sem dró ifrá uppfökum þess. 2a)
Hvernig það megi vera, að eldfjallaaska skiuli geta borizt
svo la iga leið, mun við fyrstu sýn virðast harla ótrúlegt.
Hi;n.s vegar mun það eiga sér allmargar hliðstæður í >eld-
fjallascgu landsins cg annarra landa, er svipað er ástatt um.
Það mun og hafa hjálpað nokkuð til, að suð-vestlægur vind-
ur var r'kjandi þessa daga, sem hefur borið öskuna bæði
hraðar og lengra, en annars Ihefði orðið. Hefur þessi vind-
staða því orðið Austfirðingum og öðrum þeim, sem fyrir
Iþessu ógnarlega öekufalli urðu, til hins mesta tjóns, sem
uim igetu.r, að dunið hafi yfir þennan land.shluta, allt frá
upphafi Is'andsbyggðar. Enginn veit, hverjar afleiðingarnar
hefðu orðið, ef a.skan ihe.fði dreifzt jafnt út frá gosstöðvun-
um. Að öllum líkindum myndu þær ekki hafa orðið svo af-
drifaníkar sem varð.
Hér má t'elja, að lokið sé þeim hluta ritgerðarinnar, sem
fjallar um sjálft öiskufallið mikla á annan páEkadag 1875.
Verður í næsta ihluta hennar rætl um afleiðingar þessara
ógurlegu náttúruhamfara á byggðir Austurlands, beinar og
cbeinar.