Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Blaðsíða 33
múlaþing
31
III. hluti.
1. Afleiðingar.
Hér á undan hefur verið lýst nokkuð þeim atburðum, sem
urðu á páskunum 1875. Er auðvelt að gera sér í hugarlund,
að útlitið hefur ekki verið glæsilegt eftir slíkar nátfúru'ham-
farir, einkanlega á þeim svæðum, þar sem öskufallið varð
niest. Þar máttu ailar bjargir heita bannaðar og ekki ann-
ars kostur en fly.tja húferlurn með allt kvikt í nálæg hé/uð,
þar sem lítil eða engin aska féll. Við þennan brottflutning
fóiksins varð mikii ringulreið og upplausn í fjórðungnum,
sem síðar átti eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar.
Þegar upp stytti, lá við borð, að allur búpeningur stæði
í svelti í öskusveitunum, því að heita mátti haglaust með
öllu. Lá iþví fyrst fyrir að s.já ihonum farborða. Var það ýmist
gert með því að reka hann. í aðrar sveitir, sem voru ös.ku-
lausar, eða hafa í ihúsum á ful’ri gjöf. Því næst hófst endur-
reisnarstarfið á þeim jörðum, sem ekki voru með öllu yfirgefn-
ai'. Var það mikið vei'k og erfitt, er mjög reyndi á þolinmæði
fólksins. 'Fyrst var byrjað á að hreinsa öskuna af túnu.n-
um, ýmist með því að sópa ihenni saman í hrúgur eða fleyta
henni burt með vatni. Þetta reyndist þó mjög torsótt,
því að þegar hvessti, fauk askan aftur út á hin nýhrei.ns-
uðu svæði, svo að allt sótti í sama horfið aftur.
Mjög margar lýsingar á afleiðingum þessa ógurlega ösku-
falls birtust í blöðum landsins næstu vikur og mánuði. Þar
sem í þeim er að finna einna öruggastar heimildir um þær.
tek ég hér upp kafla úr nokkrum þeirra. Séra Sigurður
Gunnarsson á Hallormsstað ritar svo í apríl 1875:
Þetta óttalega áfall hefir fært mikilfenglegt bjargarbann
fyrir allar skepnur yfir þessar sveitir. En mikil líkn er
það, að Hinmafaðiiinn kefir ihingað til hlíft 'mörgum
hinum syðri og nyrðri sveitum Múlasýslna fyrir vikur-
falli. Þangað hafa menn flúið með fjenað si.nn úr ösku-
sveitunum, sumir með hverja skepnu (sauðfjár og
'hesta), einkum af Efra-Jökuldal, margir úr Fljótsdal,