Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Page 34
32
MÚLAÞIN G
Skógum, Fellum, Vcllum og Eyðaþinghá, aðrir með allar
geldkindur og margt af hestum, og þess verður varla
langt að bíca að flestallir flýa með það, sem epíir er
af fjenaðinum, og því næst með kýrnar, (þær sem ekki
er búið eða verður þá búið að skera), þegar nægur gróð-
u;r er kominn þar, sem öskulaust er. Hafa menn almennt,
þar sem hrein er jörðin, brugðist ágætlega undir nauð-
syn okkar, sem í ösfcunni búum, með alla hjálp, er þeir
■hafa megnað að veita. Fer mikið og loflegt orð af hjálp-
semi manna og áhuga að bjarga fjenaði og mönnum,
sjer í lagi í Vopnafirði, Hlíð og Tungu, Hjaltastaðaþing-
há, Breiðdal og víðar; enda er mesti grúi fjár og hesta
í þessar sveitir komin úr öskusveitunum . . . Það er full-
yrt hingað að um 20 býli á Jökuldal efra muni algjör-
lega í eyði leggjast, að minnsta kosti í ár (og margir
halda um fjölda ára). Hjer um sveitir gjöra og margir
ráð fyrir að gangá frá jörðum sínum, því mjög víða
sýnist ólíId'Ogt, að skepnur íái hjer björg í sumar, og
verst er hvevnig hin góðu tún hjer um sveitir ‘hefir lagt
undir öskusfceflið, svo eigi sýnist kostur á að hreinsa
nema bletti af þeim. ’)a)
Af þessu má sjá, að yztu sveitir Héraðsins: Hlíð, Tunga
og Hjaltastaðaþingihá hafa sloppið að mestu við öskufallið,
eða það hefur að minnsta kosti ekiki vaMið þar miklu tjóni.
Einnig munu innstu afréttir Fljótsdælinga og Sfcriðdælinga
hafa leg'ð utan ösfcumarkanna, svo og innsti hluti Hrafnkels-
dals, sem og kemur fram í framhaldi 'greinarinnar:
Bót er það og töluverð va.ndræðanna, eða virðist lofa
nokkrum bjaigarstyrk fyrir geldfjé, að mikið af hinum
ágætu inn.ri afrjéttum Fljótsdælinga og Skriðdalsmanna
er ösfculaust eða ösfculítið, svo þar vænta menn athvarfs
með afrjéttir í sumar fyrir margt af geldfje, sem lifa
kynni af í vor. enda hafa Fljótsdælingar nú strax flúið
úr öskunni með mörg þúsund fjár inná öræfi sín strax
eptir öskufallið, því þar var komin mikil jörð. Liggja
menn þar yfir fjenu, en eiga erfitt með það, því fjéð.
rásar ákaflega þar, sem askan er, og óttast menn að
margt deyi þar af fjenu fyrir ófrelsi og hagaskort fyrir
svo mikinn grúa, sem þar er saman kominn, og í sumar
telja me.nn sjálfsagt að menn verði að liggja úti á öræ;f-
um, til að verja fjénu út á öskuna. ’)b)