Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Side 36
34
MÚLAÞING
heiðiii'ii, alls er cagt að leggist þar í auðn 19 jarðir,
sumir flýja í Vopnafjörð, sumir vegalausir; sumir 'kvað
ætla að yfirgefa jarðir cg flýja úr Fljótsdal, þar á með-
al Pjetur prestur Jónsson frá Va'þjófsstað að Berufirði
til Þorsteins prests mágs síns; Hákonarstaðir á Jökul-
dal ei’ í fyrra voru seldir fyrir 2,400 rd. eru nú sagðir
falir fyrir eina 100 rd. jafnvel *að einn hafi boðið í þá 4
rd., en engin vill slá til; nauma.st hefðu þeir verið boðn-
ir fyrir það verð á páekadagskvöldið. “)
Af þessu má sjá, hversu skyndilegt verðfall hefur orðið
á jörðum Efra-Jökuldals, enda engin furða, þar sem þær
fóru allar í eyði um tíma, eins og oft íhefur verið minnzi. á-
Þá er hér að iokum kafli úr bréfi úr Suður-Múlasýslu, rit.uðu
í júniímánuði árið 1875:
Öskufallið eða sandfokið nær norður á Möðrudalsfjöll,
er sagt að þar hafi tekið af mikið land. Jökuldalur og
heiðin er sögð lítt byggileg, sandurinn er þar mjög djúp-
ur, og allt er þar sem eintóm sandeyðimörk, sama er að
segja um margar af hinum áðurgreindu sveitum, þó
sanduriun sje þar n'-kkuð grynnri. Breiðdalur er sagður
•ið miklu leyti frí við csköp þessi, Berufjarðarströnd og
Álptafjörður alveg sandlaus, en samt komumst vjer ekki
hjá illum afleiðingum af sandfokinu, hjer er allt orðið
fullt af fje og hrossum úr hinum sveitunum, svo að í
högum vorum er hvívetna orðið of sett á landið, og horf-
ir til vandræða. ef ckki greiðist úr fyrir hjeraðsmönn-
um. Jökuldælir og fleiri hafa rekið í Vopmfjörð, því þar
er sandlaust, og eins er sagt úr norðursveitum. 4)
Höfundur bréfsins lætur ekki nafns síns getið, né heldur
hv>ar það sé ritað, en sjá má af efni þess, að það er ritað
einihvers staðar á sunnanverðum Austfjörðum, þar sem ösku-
fall varð lítið seri etekert. Eru -bændur þar þá þegar farnir
að irvarta undan ágangi búfjár, sem rekið hafi verið til
þeirra úr öskusveitunum. Átti það s'íðar eftir að koma betur
í Ijós, ihverjar óheillavænlegar afleiðingar það hafði fyrir
öskulausu sveitirnar, t.d. Vopnafjörð.
Öllum ber þessum frásögnum saman í aðalatriðum, og
ætti ekki *að þurfa að véfengja þær. Eitthvað kann þó að
vera ýkt um eyðingu býla, burtflutning fólks og fleira. 1