Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Síða 37
MÚL AÞING
35
næsta kafla verður tekin til nánari athugunar eyðing ein-
stalkra byggðarlaga á öskusvæðinu og hversu lengi hún stóð.
2. Eyðing einstakra byggðarlaga,
A. Jökuldalur.
Ef litið er á íslandsk'ortið, má sjá, að Jökuldalur er einn
af lengstu dölum þessa lands. Óvíða á landi hér mun byggð
vera svo langt fi"á sjó sem á innstu bæjum í Hrafnkelsdal,
sem sikerst suðaustur úr Jökuldal innarlega. Yfir þennsn
blómlega og gróðursæla dal helltist nú askan í Öskjugosinu
mikla 1875.
Vienja er *að skipta Jökuldai í tvennt vegna hinnar miklu
iengd*ar hans, enda telst hann vera tvær kirkjusóknir. Nefna
menn hann Efra-Dal eða Upp-Dal innan til og Út-Dal utan
til. Eru mörkin vanalegast talin vera við svonefnda Gilsá,
sem fellur of*an af heiðarbrúninni og í Jökuldalsá nálægt
því í dalnum miðjum, skammt frá bænum Skjöldólfsstöðum.
Þjóðvegurinn yfir Möðrudalsöræfi liggur upp úr Jöikuldal
meðfram á þessari, og skiptir hann einnig byggð Jökuldals-
heiðarinnar, sem nú er með öllu komin i eyði, í Suður- og
Norðurheiði. He'7,t þessi slkipting enn þann dag í dag, enda
þótt ekki sé iengur um *að ræða neina byggð í heiðinni.
Svo einkennilega vildi til, að á svæðinu fyrir innan Gilsá
varð öskufallið langmest í byggð, enda er þaðan skemmst
leið til eldstöðvanna í Öskju. Segja má, að skipti verði all-
veru’eg um fyrrnefnda á, því að innan við hana fóiu allir
bæir í eyði fyrsta árið, þar með talin ölj Suðuhheiðin, en
utar á dalnum enginn eða í Norðurheiðinni. Á Efra-Jökuldal
og í Suðurheiðinni var öskulagið 6—8 þuml. jafnfallið eða
um það bil 20 sm á þykkt. Vikuimolarnir voru oilt að því
hnefastórir og glóðheitir, er þeir komu niður.
Þetta hafði vitanlega í för með sér alger jarðbönn og eyði-
leggingu jarðanna fyrst í stað. Var því ekki annars kostur
en reka ailan búponir.g í þær sveitir, er sloppið höfðu við