Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Síða 41
múlaþing
39
orðið að járna hesta mína, því svo hafa skeifurnar
slitnað.
Ær gjörðu hér gagn með bezta móti og fé hefur sjaldan
verið vænna, en nú. Grasbrestur hefur víðast hvar verið
mfkill, eins þar sem öskulaust er k-allað, eins og á öskú-
svæðinu. Þú getur því nærri þeirri blóðsúthellingu, sem
farið ihefir fram hér í haust. Eg átti um 700 fjár í vor
með lömbum og hef heimt með bezta móti. Ekki eitt ein-
asta lamb rek eg í fóður, en freista ætla eg til að setja
á um 300 fjár fullorðið og er þó alls ekki vel byrgur
fyrir það, ef hart yrði, en átti þó töluvert hey eptir í
vor.
Á þessu sérðu, að víða muni íh-afa verið ervitt að bjarga
sér á sumri þessu, þótt allar tilraunir hafi verið við
hafðar, af nýju heyi fékk eg í sumar með líku liði og
áður, rúmlega eins og venjulega fyrir túnaslátt. Það
voru í sumar allar líkur til, að fálæklingar flosnuðu upp
þegar að vori, bjargálnamennimir settust í þeirra sæti,
en efnamennirnir yrðu á ný frumbýlingar. En mikið
hefir ráðist fram úr þessu, eptir því sem virðist. 8)
Þannig farast greinaríhöíundum crð um ástand byggðar-
innar á Jökuldal. Hætt ter þó við, að búskapur hefði reynzt erf-
iður á Efra-Dal fyi-sta árið eftir öskufallið, svo mi'kil var
askan og ólyfjanin, sem henni fylgdi. Bændur þar áttu ekki
heldur annars úrkosta en i-eka búpening sinn í öskulausu
sveitirnar fyrst í stað, og, varð því erfitt að framkvæma
hreinsun á þeim jörðum, er svo fjarri lágu, og hafa af þeim
nytjar. Þetta mun þó víðast hvar haf-a verið gert annars
staðar á Héraði.
Halldór Stefánsson fyrrum alþingismaður telur bað hafa
verið almennast, að búendur í öskusveitunum héldu til
eims og í seli í öskulausu sveitunum um sumarið og fengju
þar beyskap eftir föngum, en flyttu síðan heim að mestu
eða öllu leyti um haustið. Jafnframt vann einhver hluii
vinnufólksins að því að hreinsa öskuna af túnunum. —
Var það eimkum gert. með því að safna ihenni saman í hrúg-
ur hingað og þangað á túnunum og þekja yfir, eða þá að
fleyta henni burt með rennandi vatni, þar sem lækir voru
nálægir og hægt var að veita þeirn á túnin.