Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Page 42
40
MÚLAÞING
Má enn iþann dag í dag víða sjá hóla í túnum á Jökuldal
og víðar á Héraði, sem eru nú grasi grónir, en hafa inni að
halda miklar vikuröskuhrúgur, sé í þá grafið. Ólafur Jóns-
son ráðunautur talar og um slíka hóla í tiúninu á Freys-
hólum á Völlum, þar sem hann ólst upp. ,0) — Sjálfur hef
ég skoðað einn slí'kap hól í túninu að Ási í Fellum. Var hann
hringlaga, um það bil átta metrar í þvermál og einn meter
á 'hæð í miðju. Kunnugir hafa sagt mér, að annar slíltur
hóil hafi verið þar í túninu skammt frá þessum, en askan úr
honuim hafi smám saman verið notiuð til að skúra með gólí
og þiljur í híbýlum manna, og þótti ihún gefast mjög vel til
þeissa. Þetta mun einnig liafa verið gert á Jökuldal, að þvi
er Benedikt Gíslason frá Hofteigi hefur tjáð mér. Hefur
askan vafalau'í þótit hið bezta þvottefni, sem völ var á, í
þá tíaga.
Þrátt fyrir þrotlaust starf við hreinsun jarðanna mun
'hafa verið við ramman reip að draga, vegna þess hve íeiki
legt öskumagnio var á þessum slóðum. Hafa liðið mörg ár,
þar til landið náði sér aftur að fullu. Þorvaldur Thoroddsen
lýsir því, ihveirnig umhorfs var á Efra-Jökuldal sitmarið
1882, á þessa leið:
Á túnunum á efri hluta Jökuldals t. d. Brú og Eiríks-
stöðum lágu fram með görðum háir vikurbingir eða
iskaflar, sem bornir hafa verið þangað eða fokið í skjól,
og undir grassverðinum er alstaðar vikurlag, slétt tún
em sumstaðar orðin þýfð af vikurbingjum, sem undir
lliggja og lítið gras sprettur upp úr. Rétt fyrir framan
bæinn á Eiríksstöðum voru t. d. flatar og breiðar þúfur
svo til komnar; þar var 1V>—2 þuml. grasmold ofan á
og fets þykt vikurlag undir; vikurlagið ier þó mjög mis-
þykt á túnunum. Úthagar og beitarlönd hafa og orðið
fyrir stórskemmdum. 11)
Án efa hefur mikið af öskunni fo'kið burt fyrir vindi eða
skolazt með leysingarvatni og þannig minnkað stórlega. 1
mýrum og annars staðar, þar sem votlent var sökk askan
fljótt ofan í grasrótina, og gróður náði þar fljótt að spretta
upp. Mikið magn mun og hafa fokið í ár og vötn. Lá við borð,