Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Page 43
MTJLAÞING
41
að möi'g vötn fylltust alveg og þornuðu upp, einkanlega í
Jökuldalsiheiðinni. Til dœmis segir Þorvaldur Thoroddsen, að
Grunnavatn í Jökuldalsilieiði, sem áður hafi verið stórt vatn,
hafi iþornað svo upp af völdum vikuröskunnar, að varla sé
eftir nema lítill pollur af því. “)
Enn í dag má sjá í botni cg fjöruborði margra hinna
grunnu vatna á Jökuldals- og Fljótsdalsiheiði geysimikil vik-
urlög, sem lita vatnið gulgrátt, er þau ýfast upp í ölduróti.
Enn þann dag í dag má því hvarvetna sjá minjar Öskju-
gossins mikla á iþessu svæði.
lí. Jökuldalsheiðin.
Margt ihefur verið ritað um byggðina í Jökuldalsheiðinni,
sem nú er með öllu horfin. Mun þar hafa lagt til einna
drýgstan skerf Kalldór Stefánsson, fyrrverandi alþingismað-
ur, sem hefur ritað um hana langa grein í ritið Austurland,
I. bindi.
Byggðarsaga Jökuldalsheiðarinnar, svo og a.nnarra heiðar-
byggða á voru landi, er á margan hátt sérstæð og eftirtekt,-
arverð. Hún sýnir okkur, að þegar fjöldi fólksins í landinu
var orðinn svo mikill, að hvert kot á láglendissvæðum var
setið, lieitaði fólkið inn á hálendi landsins til þess að Ihefja
nýtt landnám. Voru þá vanalega valin til staðfestu 'hin g.rös-
ugu og víðáttumik'u heiðalönd, sem víða eru, t. d. á Norð-
Austurlandi. Líf fólksins í þessum heiðabyggðum var reynd-
ar hálfgerð harmasaga í íslenzku þjóðlífi. Byggðin var strjál,
og fólikið mátti heyja harða haráttu við óblíða veðráttu lands-
ins, því að vetrarríki var þar oft mikið. Húsakynnin voru
oftast léleg, enda var erfitt um öflun byggingarefnis, þar
sem sjávargata var löng. Ekki var ávallt auðvelt að greina
iveruhús frá útihúsum. Þegar hart var í ári, var skortur og
ö: birgð daglegur gestur í þessum heiðabýlum, og lagðist. þá
oft niður byggð á þeim um stundarsakir. Heiðabyggðirnar
áttu þó einnig sínar ljósu hliðar. Sumarfegurð er þar oft
mjög rniliil, grasið var kjarngott og gott til beit.ar, og oft