Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Page 45
múlaþing
43
áðui' er getið. Þar mun og hafa legið, allt frá upphafi ís-
landsbyggðar, þjóðleiðin til Austurlands, þegar farið var yfir
fjöllin. Nöfn býlanna voru sem hér segir:
A) Norðurheiðin. B) Suðurheiðin,
1) Gestreiðarstaðir 10) Grunnavatn
2) Háreksstaðir 11) Heiðarsel
3) Lindasel 12) Vetuyhús
4) Hliðarendi 13) Hneflasel
5) Fagrakinn 14) Víði(r)hólar
6) Ármótasel 15) Sænautasel
7) Rangalón 16) Háls
8) Melur (Melar)
9) Hólmavatn
Tvö síðasit nefndu býlin í Norðuiheiðinni, Melur og Hólma-
vatn, munu fljótlega hafa farið að tilheyra Vopnafirði, a.m.k.
um kii-kjusókn, en landamörk hafa sennilega verið óljós þar
á miili.
Árið 1875 munu a. m. k. fjögur þessara býla hafa verið
fallin úr ábúð. Voru það Lindasel, Hlíðarendi og Hólmavatn
í Norðurheiði, en Háls (og e. t. v. Hneflasel að einhverju
leyti) í Suðurheiði. Við öskufallið mikla fóru í eyði öll býli
Suðurheiðarinnar, sem ekki voru þá þegar komin úr ábiið,
auk þess Ármótasel, sem er á mörkum byggðanna. Voiu það
því eftirtalin býli s-ex eða sjö talsins:
1) Ármótasel
2) Sænautasel
3) Heiðarsel
4) (Hneflasel)
5) Víði(r)hólar (að nokkru leyti)
6) Grunnavatn
7) Veturhús
Eru þá aðeins eftir fimm býli í byggð, öll í Norðurheiðinni.
Voni það bæirnir: Fagrakinn, Gestreiðarstaðir, Háreksstaðir,
Melur og Rangalón. Má sjá af þessu, hversu gjörsamlega
Suðurheiðin hefur eyðzt. Um þetta farast Halldóri Stefáns-
syni svo orð:
Öll Suðurheiðin eyddist að byggð af völdum öskufalls-
ins. Var það og e'kki undarlegt, þar sem fjarlægari