Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Síða 46
44
MÚLAÞING
byggðir eldsupptökunum eyddust um sinn. . . . Furðu-
legra en eyðing Suðurheiðar-innar má telja, að Norður-
heiðin hélt byggð sinni, eins og hún var þá orðin, að
undanteknu Ármótaseli — H'íðarendi var þá nýfallinn
úr ábúð — og má ætla, að hann hefði byggst aftur, ef
ekki hefði komið áfall öskunnar svo bráðlega. Þá má *af
frásögninni ráða, að cskufallið varð sem hvalreki fyrir
vesturfarai-fárið. sem og einnig það, að margir Vestur-
íslenöingar eiga ættir að rekja til forfeðra og formæðra,
sem í Jökuldalsheiðinni bjuggu. Nær allir ábúendur heið-
arbýlanna og Upp-Jök.uldals hörfuðu undan öskunni til
Vopnafjarðarbyggðar og þaðan aftur bráðlega til Vest-
unheims. . ..
En sú var ástæðan til þess, að eyddist byggðin í suður-
hluta Jökuldalsheiðarinnar en ekki norðurhlutanum, að
askan lagðist mjög misþykkt á Heiðin-a. Hún lagðist
yfir sem belti — breikkandi frá upptökum Öskju, því
meir, sem frá þeim dró.
Takmörk öskubeltisins til hliðanna voru allskýrt af-
mörkuð, en því óskýrar, sem fjær dró upptökunum og
vikurinn fór smækkandi. Takmörk hliðarjaðarsins til
suðurs veru la.ngt fyrir sunnan byggðina í Jökuld*als-
heiðinni, en norðurjaðarinn lá um miðju byggðarinnar,
skáhallt í línu um Sænautavatnið norðaustur um heið-
ina. Það náði ekki út um Háreksstaði.
Suðurjaðar öskubeltisins var innan við Aðalból í Hrafn-
kelsdal, milli ibæjar og Faxaihúsa. Þaðan lá öskujaðarinn
austur um Fljótsdalsheiði og austur afrétti Fljótsdals.
Eini ábúandinn á öskusvæði Jökuldals og Hrafnkelsdals,
auk Bjai-na Rustikussonar, sem ekki flýði byggðina *al-
gjörlega vegna öskunnar, var Kristrún Sigfúsdóttir á
Vaðbrekku, ekkja Benedikts Gunnarssonar, bróður séra
Sigurðar á Hallormsstað. Hún flutti bú sitt og búfé inn
á Faxahús og hafðist þar við um sumarið. . . .
Þó að norðurjaðar öskulagsins væri eðlilega ekki algjör-
lega snjallt afmarkaður, þá nægði það til þess að byggð-
in gat haldist ncrðan hans. Heiðaflákarnir gátu tekið
við, eða gleypt, mikið af ö.sku, án þess að gróðurinn
kafnaði eða færi í kaf algjörlega. Hæfilegt öskufall gat.
jlafnvel, þegar frá leið, verið til bóta fyrir flóagróður-
inn. Gestreiðarstaðadalurinn var þurrlendastur og við-
kvæmastur gagnvart öskulaginu, enda blés hann mikið
upp eftir öskufallið og hefur elcki náð að gróa upp síðan.