Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Síða 48
46
MÚLAÞING
loks Vesturheimsferðimar og mannfækkun af iþeirra
völdum, að furðulegt má telja, að Jökuldalsheiðin s'kyldi
byggjast aftur, sá hlutinn, sem í auðn fór. . . . Askan
ífiauk af hávöðum ýmist í skafla eða í heiðavötnin og
sökk niður í flóa og annað graslendi, landkostirnir voru
ótvíræðir og önnur bjargræðisskilyrði Heiðarinnar voru
orðin reynd og kunn.
Öll heiðabýlin, sem í ábúð höfðu haldizt fram um ösiku-
fall, byggðust aftur, nema Hneflasel. En mislangan tíma
isfcóðu þau í eyði. Og eftirtektarvert má það teljast, að
býli Suður-iheiðarinnar héldust lengur í ábúð en býli
Norður-heiðarinr.ar. I7)
Eftir mínum útreikningum hafa því farið í eyði alls 18
býli á Efra-Jökuldal og í Heiðinni, enda þótt þau séu vana-
lega talin 17 í iheimildum frá þe-ssum tíma. Má vera, að
Hneflasel sé þar ekki meðtalið eða þá, að Víði(r)hólar hafi
verið taldir í ábúð þet.ta ár. Kemur þá talan 18 heim við frá-
sagnir heimildanna.
C. Fljótsdalshérað og Firðimir.
Ems og oft hefur verið drepið á, urðu afleiðíngar ösku-
fallsins langalvarlegastar á Efra-Jökuldal og í suðurhluta
Heiðarbyggðarinnar, sem gjöreyddist að heita mátti fyrsta
árið. Ekki er þó þar með sagt, að afleiðingarnar hafi ekki
komið þungt niður annars staðar á öskusvæðinu, og þá eink-
anlega á efra hluta Fljótsdalshéraðs. Um þetta segir svo í
ísafold í október árið 1875:
Meist va.r askan á Jökuldalnum, og vilji maður telja
öskusveitirnar eptir öskumagninu verður röðin hjer urn
bil þessi: Jökuldalur, Fell, Fljótsdalur, Skógar, Vellir,
Eyðaþingihá, Skriðdalur, Fram-Tunga og Hjaltasteða-
þinghá, I þsssa firði náði askan, en var þar nokkru
minni til jafnaðar: Borgarfjörð, Lsðmundar-, Seyðis-,
Mjóa-, Norð-, Reyðar- og Fáskrúðsfjörð. Lítilsháttar
fjell og i Stöðvarfjörð og Breiðdal innst. ,s)
1 öllum sveitum Upp-Héraðs var askan svo þykk, að alger
jarðbönn gerði fyrst í stað. Áttu þvi bændur í þessum sveit-
um ekki annars úrkosta en reka búfénað sinn, einkum sauðfé