Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Side 50
48
MÚLAÞING
rékið. Ekki ihefur heldur 'þótt fært að reka það aftur heim
samsumars. Einnig er hugsanlegt, að fé það, sem var rekið
í Axarfjörð, liafi verið staðsett í svonefndum Eyvindarárrana,
sem er landsvæði í eigu Skriðuklaustui's og liggur að Jökul-
dal ofanverðum. Hefur þá reksturinn ekki verið eins langur
og ella hefði verið. Engar ritaðar heimildir geta þó um þetta.
■Ekki her þó að Hta svo á, að þetta sumar, 1875, hafi ekk-
ert kvikt verið s'kilið eftir í Öskusveitunum á Héraði og víðar.
Því fer fjarri. Yfirleitt var ekki annað rekið en sauðfé (einik-
um geldfé) og hross. Kýr voru hafðar á gjöf, þar til nægur
gróður var sprottinn upp úr öskunni, eða þar sem hreinsað
hafði verið. Varð það ekki fyrr en á áliðnu sumri. Margt fólk
varð og eftir á bæjunum, bæði til þess að hirða giipina, sem
eftir voru skildir, og sjá um endurreisnarstarfið, hreinsun
túna og beitilanda og svo heyöflun, sem varð víðast hvar
nokkur, er á sumarið leið.
Eróðlegt er að fylgjast með lífi fólksins í öskusveitiunum
þetta sumar og baráttu iþess við hinn skæða óvin, öskuna.
Beztar heimildir um þetta er að finna í blöðum landsins frá
sumrinu 1875. Séra Sigurður Gunnarsson ritar m. a. á þessa
tteið:
Fyrir allt þetta rifveður, nokkrar úrkomur og veður-
blíðu á milli, hefir komizt furðu mikill gróður uppúr
öskunni, ovo íénaður fær nú orðið, ncga björg í úthög-
um — nema sumstaðar á Efradal er líklega smátt um
ihaiga e,nn þá — Kýr eru nú látnar út hér alstaðar og
geta náð töluverðu af gróðri, sem léttir gjöfina inni, og
sumstaðar er 'hætl að gefa þeim. Hestar hafa og fengið
nokkra björg. Gróðurinn er gisinn enn þá og verður það
— því þetta öskukóf eða þétt vikurmöl ier í rótinni all-
staðar — en furðu kjarngcður er hann, svo sauðburður
hefir orðið miklu farsælli en menn væ.ntu, einkum þeim,
sem börðust með ærnar heima. . . . Flestir eru búnir aö
hreinsa mikið af túnum, sumir nærri öll. Þó mikil aska
isé eptir í rótinni, þá sprettur vel upp úr henni og túnin
eru orðin furðu lagleg útlits.
Það halda menn að opt þurfi að brýna í sumar á þessi