Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Síða 51
múlaþing
49
blessuð tún. Víða hefir aptur rifið ösku úr sköflum inná
túnin, en 'þá hafa menn hreinsað aptur. Nú fer þó bráð-
u|m að verða ófært, því grasið hindrar, nema rífa það
upp með. Sumstaðar hefir vatn, sem alla vega ihefir ver-
ið reynt að leiða inná túnin, hjálpað mikið við hreins-
unina. Menn hafa fært öskuna í læki og grófir, rist upp
í túnunum, fært öskuna þangað og þakið yfir. Víða hafa
\menn fært hana í dysjar og flutt á torf eða borið ,á.
mold og rosta. . . . Þegar menn hætta loksins að stríða
við öskuna á túnunum, reyna menn þar sem kostur er
á — margir eru þegar byrjaðir fyrir löngu — að leið?>
vatn á engjar, til að skola ösku af einstöku blettum og
hjálpa gróðrinum til að komast upp úr öslkulaginu. Deig-
lendar eða 'hálfþurrar engjar og mýrar eru ljótastar og
eigi sjáanlegt enn að þar verði slegið neitt í sumar. En
á vel blautum mýrum og harðvelli, sem ve1 hefir rifið
af, sýnist vænta mega slægjubletta, ef grastíð vrði. E;n
illvinnandi verður það. Þó menn óttuðust hér í vor að
hagar fengist eigi nægilegir handa hestum á kaupstaðar-
ferðum í sumar, þá vona eg nú það rætist betur og gróð-
u,r komist upp úr öskunni, hestum til bjargar. Það vona
eg iog, að eptir 1 til 5 ár verði flestar jarðir húnar að
ná sér, að mestu leyti — nema Efi’adals jarðir geta
legið lengur í sárum — og þar að auki að allir 'hagar
batni að kostum af ösku álaginu. 21)
Þannig var ástandið í júní, er grein þessi var rituð, en í
desember sama árs ritar séra Sigurður aðra grein og lýsir
nú árangri af erfiði sumarsins í öskusveitunum og ihorfum á
'komandi vetri. Höfundur byrjar á að segja frá árangri af
heyskap sumarsins 1875, sem hann telur mjög lélegan >og
hafa gengið mjög erfiðlega vegna öskunnar í grasrótinni.
Telur hann uppskeru af túnum v-era % til % á móti meðai-
ári og úthey V3 miðað við meðalár, sums staða.r þó minna.
Hann tielur uppskeru í Fjörðum niðri hafa orðið litlu betri,
þrátt fyrir minna öskulag, enda seinna farið að slá þar en
venjulega. Síðan segir:
Nokkur rifveðuir komu hjer í sumar, sum velhvöss. Þá
var opt glórulítið af öskuryki. Reyf öskuna úr sköflun-
um út um grasbletti og mela. Fjarska mikið lenli í lækj-
um, ám og vötnum og sumt rauk yfir f jarlægar sveitir