Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Side 55
MÚLAÞING
53
Þetta var nú ástandið á haustnóttum árið 1875. Heyfengur
víðast hvar langtum minni en í meðalári og auk þess gjör-
spilltur af völdum öskuryksins, sem í honum var. Var því
sýnt, að fækka yrði á fóðrum stórlega fyrir komandi vetur.
I bréfi úr Hjaltastaðaþinghá er rætt um, hvað helzt sé á-
formað að gera í þessum efnum. Þar segir m. a.:
Jökuldælingar halg, nýlega haldið fund, á hverjum var
afráðið að reyna til að fá einhvern duglegan mann tii
að fara til Englands og útvega skip, er kæmi hingað til
að kaupa gripi, því ííkindi eru til að allir Efradalsbænd-
ur og máske fleiri geti eigi haldið jarðir sínar. Einnig
hafa Eyðaþinghár bændur haldið fund og stungið upp
á sama að fá mann til að semja um fjárkaup, var helzt
ta'að um að fá Tulinius kaupman.n á Eskifirði, að fara
þeirra erinda til Englands, en þeir fyrnefndu stungu
uppá S, E. Sæmundsen, sem er verzlunarstjóri á Vopna-
firði. n
Ekki varð þó af þessu fyrr en seint um haustið, er ,en:.ka
gufuskipið ,,Fifeshire“ kom með gjafakorn frá Englendingum
til Múlsýslunga. Flutti skipið til baka 400 lifandi fjár, sem
Englendingar keyptu af íbúum öskusveitanna, =") Útflutning-
ur á lifandi fé hafði 'þá hafizt fyrir nokkru og þótti það ýci
geifast*)
Fjárlógun varð mjög mikil á Austurlandi þá um haustið og
ein.nig hið næsta. Talið er, að frá árinu 1874 til ársins 1876
hafi kúm fækkað í Múlasýslum um 120, eða á milli 8 og 9%;
sauðfé um 8480 eða rúmlega 11%; hrossum og geldneytum
fækkaði og nokkuð. 3“) Fyrir þessa gripi, sem slátrað var, kom
yíirleitt fullt frálagsverð, og varð því t.jónið af missi íþeirra
ekki eins tilfinnanlegt,
Samikvæmt fi’amangreindum athugunum hafa því alls 18
jarðir verið yfirgefnar í eitt ár eða meira á öllu öskusvæðinu.
Af þeim v'oru 11 á Jökuldal efra, 6 eða 7 í Heiðinni og ;svo
Skriðuklaustur í Fljótsdal að nokkru leyti. Meira varð eikki,
enda ærið nóg í ekki þéttbýlli héruðum en þá voru á Austur-
*) Fyrsta fjárslkip m-un hafa komið hingað t.il lands árið 1866.