Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Síða 56
54
MÚLAÞING
landi. Geysimikið ljó.n varð og á flestum jörðum á öskusvæð-
inu, einkum á Héraði. Segir svo í Fréttum frá íslandi árið
1875, að ómögulegt sé að tilgreina allan þann skaða, sem
öiskufallið hafi valdið, því síður að meta hann til verðs. Er
þess getiðl, að meiri og minni skemmdir hafi orðið á undir
200 jöröum auk þeirra, sem eyddust. 31) Má geta nærri, að
minna þurfti til að ikoma raski á þau byggðarlög, sem fyrir
þessu ógurlega öskufalli urðu, svo og þœr sveitir, sem tóku
við ihinu brottflutta fólki.
Vist má telja, að mikil fólksfækkun hafi orðið í öllum þeim
sveitum, sem askan féll á, þótt ekki yrði alger eyðing á bæj-
unum. Stafar það vitanlega af því, að búskapurinn hlaut að
dragast mjög saman við öskufallið, og jarðirnar gátu þaraf-
leiðandi ekki framfleytt svo mörgum mönnum sem áður.
Af kirkjubókurn þessa árs (1875) má sjá, að mikið af fólki
flyzt brott af mörgum bæjum, einkum af vinnu- og Iausa-
fólki. Einkum eru mikil brögð að þessu á sumum bæjum á
Jökuldal utan við Gilsá, t,. d. Gili, Hvanná, Hofteigi, Hjarðar-
haga og Gauksstöðum. Margt af þessu fólki flutti síðar til
Vesturheims.
Björgvin Guðmundsson tónskáld getur þess í æviminning-
um sínum, að hann telur sig eiga tilveru sína aö þakka Öskju-
gosinu 1875, en þá fluttist móðir hans frá Merki á Jökuldal
út í Vopnafjörð og giftist þar föður hans skömmu síðar, sem
var Vopnfirðingur. 32) Líklegt þykir mér, aci hægt væii að
finna þess fleiri dæmi, að öskufallið mikla hefðí liaft afdrifa-
rík á'hrif á hagi manna og örlög á Austurlandi. Svo víðtækur
urðu afleiðingar þess á allan hátt. Margir munu hafa orðið
að yfirgefa sínar bernskustöðvar og flytjast í fjarlægar sveit-
ir og jafnvel fjarlæg lönd. Sumir misstu og all-a trú á landi
og þjóð og lögðu upp til landnáms í nýrri heimsálfu, enda
þótt þar mættu þeim byrjunarörðugleikar, sem mörgum urðu
sízt auðveldari en öskufallið og óáranin, sem því fylgdi. Aðrir
klóruðu í bakkann, svo sem frekast var kostur, og buðu erfið-
leikunum byrginn. Skýrasta dæmið um þetta þrautseigjufólk
voru þau Bjarni Rustikusson á Víðihólum og Kristrún Sig-