Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Síða 57
múlaþinö
55
fúsdóttir á Aðalbóli, sem ekki hopuðu af hólminum þótt nátt-
úran væri iþeim óblíð.
Þegai' eitt ár var liðið frá öskufallinu, ihófst uppbyggingin
aftur á fiestum eyðijörðunum, og smátt og smátt komst allt
í sama horf og áður hafði verið, enda þótt það tæki nokkur
ár. Mun verða fjallað um upptoyggingu eyðijarðanna í sér-
stökum kafla síðar í ritgerðinni.
3. Áhrif á lnipening og gróðurfajr.
Enda þótt margt væri mótdrægt í fyrstu, var þó ýmislegt,
sem hjálpaði til við endurreisnina, og að sumu leyti varð
öskufallið jafnvel til góðs, þegar frá leið. Gátu íbúar Ösku-
sveit-anna verið forsjóninni þakklátir fyrir það, þrátt fyrir
alla erfiðleikana.
Það, sem einkum dró úr skaðvænlegum áhrifum ös'kunnar,
var í fyrsta lagi, að askan, sem féll í Öskjugosinu 1875, var,
eins cg áður toefur verið getið, mjög súr líparítvikuraska (að
undanskilinni þeirri, sem féll á Efra-Dal milli kl. 3'/2 og 4 V2
aðfaranótt 29. marz). Er hún mjög frábrugðin hinni skað-
vænlegu svörtu basaltösku, sem oft hefur fallið við eldgos
hér á landi, ei.nkanlega Heklugos, og hefur oft valdið miklu
tjóni í byggð. Einnig var líparítvikuraskan mjög létt í sér og
gat því auðveldar toorizt tourt með vatni og fyrir vindi. Hin
svarta basaltaska flýtur hins vegar ekki á vatni og er að
öllum jafnaði mjög fíngerð og illmögulegt að hreinsa hana
af jörðunni.
Skotinn W. L. Watts, sem fór inn að eldstöðvunum í Öskju
sumarið 1875, segir svo í bréfi til Þjóðólfs:
Eldfjall þetta, Askja (eða Öskjugjá) sýnist ekki ha.fa
gosið öðru en vikri, ösku og vatni. . . . Askan hefur fall-
ið eptir 25 e.ngel,ska.r mílna breiðri línu í austur frá
fjallinu til sjóar úf, og lagt á leiðinni 6 bæi í eyði, ein
það sá jeg með gleði að loptið mun mjög fljótt leysa
upp þetta vikurefni. 33)
Prófessor Pr. Johnstrup frá Kaupmannahafnarháskóla, seui
kannaði Öskju sumarið 1876, ásamt Caroc sjóliðsformgja og