Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Side 58
56
MÚLAÞING
stúdentunum tveimur Howits og Þorvaldi Thoioddsen, segir
svo um öskufallið:
Det var en stor Lykke for Landet, at de af Vulkanerne
udkastede Masser bestode af Pimpsten og ikke, som saa
ofte har været Tilfælaet ved de andre islandske Vul-
Ikaner, af dep :tunge sorte Aske og Lapilli mindre
Slaggestykker, thi paa Grund af Pimpstenens skum-
lignende Beskaffenhed er den saa let, at den kan flyde
paa Vand, og de Pimpstendæk'kede Strog rensedes ogsaa
i Sommerens Leb, ved at den fortes med Overflade-
vandet igjennem Aalobene ud i Havet. M)
Þess er yfirleitt ekki getið í heimildum, að askan nafi haft
sltaðvænleg áhrif á búpeninginn, enda var hann að mestöllu
leyti fluttur burt af öskusvæðinu, meðan gróður var að spretta
upp úr ösikunni eða hafður á gjöf, meðan hey entust.
Ólafur Jónsson telur, að engrar óhollustu hafi orðið vart í
fé í öskusveitunum og fjárhöld hafi víðast orðið betri þar en
í þeim sveitum, sem sloppið höfðu við öskuna. M)
Yfirleitt er þess getið í fréttum úr öskusveitunum nrið 1875,
að fénaður hafi gjört gott gagn þrátt fyrir öskun.i. Sigurður
Gunnarsson getur -þess þó í bréfi, rit.uðu 1. des. 1875, að
margt ungt fé, er lógað var þá um haus-tið, hafi verið tann-
lítið og sandur hafi fundizt í nýrum, einnig að einkennilegur
-koparlitur hafi verið utan á jöxlum sumra kinda. Hann segir
slíðan:
Heyrt ihefi jeg og nýlega getið um að 2 ungir hest.ar
bráðdóu á ei.num bæ í áfellinu næsta og var mikil aska
í iþeim og jetin göt á langana, segja sumir. Hafa lík-
lega etandi efni í öskunni gjört í hestana innýt'la sár,
sem jetist ihafa gegnum. Líkt bar til eptir öskufallið úr
Heklu vetu-rinn 1845—46. 36)
Er þetta eina dæmið, sem ég hef fundið um það, að askan
hafi valdið eitrun í búfé, -og hafa áreiðanlega ek,ki verið mikil
brögð að -því, fyrst þes-s er eklki getið i heimildum fná þeim
tíma.
Á gróðurfar og jarðveg öskusvæðisins ihafði askan nokkur
áhrif hæði til góðs og ills, og þá einkum ills. Urðu þau (Vit-
anlega mest, þar se-m askan var þykkust, t. d. á Efra-Dal.