Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Síða 60
58
MÚLAÞING
á þykt, vikurkornin eins og baunir og bygg á
stærð.---------
Efri 'hluti Jökuldals hefir beðið fjarskalegan skaða af
öskufailinu, hlíðarnar eru enn víðast hvítgular af vikri,
tún flest á efri bæjum nærri í eyði. Af bæjum þeim,
sem eyddust við öskufallið 1875, voru 1882 5 í eyði...
Þess verður langt að biða, að efri íhluti Jökuldals verði
jafngóður sem áður; til þess að svo verði, verður vik-
urinn annaðhvort að berast allur buit af vatni eða smátt
og smátt ao þokast í jörðu niður, þannig ao jarðvegur
myndist. ofan á, en slíkt verður ei á svipstundu, því að
vi’kurinn hefir alls ekkert frjóvgunarefni í sér fólgið,
en er þvert á. móti svo kísilsýruríkur, að hann. á mjög
ilt með að leysast: í sundur og mynca jarðveg. Þó er
þessi hvíta vikuraska að einu leyti betri en svarta vik-
uraskan, af því að hún er létt og á því hægra með að
skolast burt af vatni. Askan hefir enn á einn hátt gert
ómetanlegan skaða óbeinlínis. Vikurlagið frýs á vetrum
í hellur ofan á jarðveginum, en þiðnar á vorin miklu
seinna en jörðin undir, því að sólarljósið kastast aftur
af vikrinum; af þessu leiðir, að vatnið grefur sig niður,
svo að í jarðveginn koma djúpar sprungur og hvldýpis-
grafir hætt.ulegar fyrir menn og s'kepnur; alt er' sundur-
grafið ihið neðra cg spillast jarðir af þessu meir og meir
á hverju ári. Vegir verða af þessu því nær éfærir, því
að altaf myndast nýjar cg nýjar sprungur þvers yflr
þá. Sprungur þessar geta orðið svo hroðalegar, af þvi
að jarðvegur á Jökulda1 er svo fjarska djúpur, bæði
mold, lieir, sandur og möl; vatnið hefir á undan og
eftir cskufallið (þó miklu meira eftir það) grafið sér
geilar gegn um þenna þykkva jarðveg; sumar eru mjög
mjóar, sumar breiðar og jafnvel 40-—50 fet á dýpt.
Sumar af grófunum voru grynnri, vel færar yfirferðar
og jafnvel nokkuð grasgrónar áður en askan féll, en síð-
an 'hefir alt spilzt. s8) j
Líklegt iþykir mér, að landbrot það, sem Þorvaldur lýsir
hér, hafi haldið áfram, allt fram til dagsins í dag, því óvíða
hef ég séð eins marga djúpa grafninga og gil sem á Jökul-
dal og á heiðunum þar í kring. Eru giafningar þessir áreið-
anlega hinir sömu og Þorvaldur telur, að byrjað ihafi að
myndast eftir öskufallið árið 1875. Sé það rétt til getið, leik-
4