Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Qupperneq 61
múlaþing
59
ur enginn vafi á því, að landgæði á þessu svæði hafi versnað
uijög af þessum sökum. Að öðru leyti mun askan ekki hafa
spillt grcðrinum, svo teljandi vær.i, eftir að grasið hafði náð
að vaxa upp úr ösíkul-aginu á annað borð, en það tók nokkuð
mislangan tíma eftir landslagi cg þykkt öskunnar.
Þorvaldur Thoroddsen getur þess í Lýsingu íslands, að
íyrir öskufailið 1875 hafi men.n farið allmikið á grasafjall úr
Fljótsdaishéraði og Jö'kuldal, en við það ihafi þær ferðir lagzt
niður. 3!l) Hafa g-rcsin sennilega bæði spilizt af öskunni og ef
til vill horfið með öllu um tíma. Vera má, að hin víðiendu
heiðalönd á Jökuldals- og Fljótsdalsiheiðum liafi skemmzt
nokkuð, en mikið hjálpaði þar áreiðanlega, hversu deiglend
þau eru, og askan sökk því tiltölulega fljótt ofan í gras-rótina.
Ekki er talið, að öskufallið hafi valdið eyðin-gu skóga á
Auisturlandi, enda munu mestallir þeir skógar, -sem ekki
standa enn þann dag í dag, þá þegar hafa verið eydd-ir, en
orsakir til þess greinir menn mjög á um. Fjalldrapi, allar
lyngtegundir o-g annar kjarrgróður mun hins vegar hafa
fúnað upp fyrstu árin á eftir, og hefur þv-í beitarlan-dið orðið
mun rýrara en fyrir öskufallið.
4. Fjársöfnunin.
Enda þótt burtflutningur fólks af ös-kusvæðinu yrði allmik-
ill, svo Oig það, að fækka yrði búpeningi mikið, vegna þess
hvað heyfengur sumarsins 1875 varð lítill varð -þó hvorugt
svo mikið sem við 'hefði mátt búast. Má ein-kum þakka það
söfnun þeirri til handa íbúum öskusveitanna, er fó,r fram
siumarið 1875, bæði hér heima og erlendis. Hefur hún vafa-
laust komið mörgum öskubóndanum að miklu gagni og jofn-
vel forðað því, að hann yrði að flytja brott af jörð sinni.
Frét-tin um öskufallið barst eins og eldur í sinu um landið
þvei-t og endilangt og hinar hörmulegu oig afd-rifaríku af-
leiðingar þess. Svo mikla athygli vak-ti þessi einst.æði atburð-
ur, er hann barst út fyrir land-steinana, að í nálægum lönd-
um var hafizt handa um samskot til handa fólkinu, er fyrir