Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Síða 62
60
MÚLAÞING
varð. Lögðu þar mat'gir menn, erlendir og innlendir, hönd að
verki. Hér heima var og gengizt fyrir fjársöfnun, og mun
allmikið fé hafa safnazt innanlands. Mest varð söfnunin í
Englandi, eða um 40 þús. krónur. í Danmörku 27 iþús. kr. og
í Noregi 11 þús. kr. Fé því, sem inn kom við
söfnunina var síðan úthlutað til íbúa öskusveitanna nokkurn
veginn í léttu hlutfalli við magn öskunnar í hverri sveit eða
þá eftir mati á skemmdum af hennar völdum. Var úthlut-
unin ýmist fólgin í beinum fjárframlögum eða korngjöfum,
enda mun víðast hvar hafa verið slæmur ásetningur í ösku-
sveitunum ihaustið 1875. Skal nú rakið nánar, hvernig söfnun
þessari var háttað, eftir þeim heimildum, sem fyrir liggja
um. íhana. ! i!
A. Innanlands.
I samsæti til heiðurs Jóni Sigurðssyni forseta sumarið 1875
var skipuð nefnd til að sjá um söfnun handa íbúum ösku-
sveitanna hér á landi. Um þetta segir svo í Isafold í júní 1875:
I samsætinu fyrir Jóni Sigurðsisyni voru eptir uppá-
stungu ritstjóra Þjóðólf.s hafin samskot hjer í þessu
skyni og teknir 5 me.nn í nefnd til þess að gangast fyrir
þeim. I nefnd þessari eru: riddari Jón Sigurðsson,
Tryggvi Gunnarsson kaupstjóri, Jón Jónsson ritari,
Matthías Joehumsson, ritstjóri Þjóðólfs, og Björn Jóns-
son, ritstjóri Isafoldar. I samsætinu var þegar safnað
nokkrum hundruðum kr. (Jón Sigurðsson gaf 40 kr.,
Tryggvi 60 kr., Jón ritari 50 kr.). 41)
Nckkru síðar sendir svo söfnunarnefndin frá sér ávarp til
þjóðarinn*ar, sem birtist í öllum helztu blöðum landsins (Þjóð-
ólfi, ísafold og Norðlingi), svohljóðandi:
Hið mifcla tjón er dundi yfir Múlasýslubúa með ösku-
fallinu 2 dag í páskum í vor, hefir nú þegar vakið hjart-
anlega hluttekningu utanlands og innan.
Óðara en fregnin barst tii Danmerkur, tóku margir
veglyndisme.nn þarlendir til að safna gjöfum handa hinu
nauðstadda fólki, og varð konungur vor sjálfur fyrstur
allra til bragð.s. Því næst hófust samskot hér í Reykja-
ví'k til sama augnamiðs, og vorum vér undirskrifaðir