Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Qupperneq 64
62
MÚLAÞIN G
berum. Óhætt tel ég að fullyrða, að hún hafi numið þúsund-
um, ef ekki tugþúsundum króna.
B. Dammöirk.
Næsthæst fjárupphæð safnaðist í Danmörku, enda Dönum
einna skyldast að halda lífinu í öskusveitabúum, næst Islend-
ingum sjálfum. Gekk konungur og annað hirðfólk þar í broddi
fylkingar, eins og sjá má af blaðagreinum urn söfnunina:
Öðara en ctíðindin að austan um öskufallið bárust til
Danmerkur, tóku me.n.n sig saman þar um að safna fje-
gjöfum handa þeim, er mest tjón hefðu beðið af ösku-
fallinu. Þegar póstskipið fór frá Höfn voru samskotin
orðin 10,000 krónur er landshöfðingja var send ávísun
upp á, auk 2000 króna, er mælt er að ‘kaupmaður einn
hafi sent beinlínis til austfjarða (í ávísun). 1 broddi
fylkingar geiklk konungur vor og gaf 1000 kr., ekkju-
drottningin 500 kr.„ konungsefnið 400 kr. Hin konungs-
fcör.nin hvert. sinn skerf. Kaupmaður Seidelin 1000 kr. aðr-
ir kaupmenn (ísl.) 100—500 kr. Meðal íslendinga í Khöfn
iþeir Edvald Johnsen læknir og Stefán Thorarensen
verzlunarm. 100 kr. hvor. 42)
Um íheildarfjársöfnunina í Danmörku er þetta ritað:
Pjelag það í Kaupmannaíhöfn, sem staðið hefir fyrir að
•safna, og taka á méti gjöfum handa þeim, sem biðu
tjón af öskufallinu í Múlasýslum í fyrra, hefir nú lokið
starfa sínum og segir svo frá í ,.Dagstelegraphen“, að
inn sjéu komnar 27,053 kr. 53 aurar, þa.r af cru 10,000
kr. sendar til landsins, sem skiptast áttu milli þeirra,
isem mest lá á hjálpinni, en hitt kvað eiga að sendast
til landsins það allra íyrsta, svo með því megi fcæta þeim
að nokkru sikaðann, sem urðu að ga.nga frá ábýium
sínum, annaðhvort með því að endurbæta jarðir þeirt-a
leða styrkia þá til að kaupa sjer ný ábýli. Óskandi væri
að Ihinar heiðruðu sýslunefndir, sem það mun verða of-
hent til skipta, vildu skipta því samkvæmt tilgangi gef-
endanna. 43)
Virðist mér, að hér þurfi engu við að bæta um samskotin
í því landi, en sýnt er, að almeinningur, jafnt sem hin æðistu
stjórnvöld, hafa brugðizt vel við, er til þeirra var leitað.