Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Page 65
múlaþing
63
C. Noregur.
Um söfnunina í Noregi eru heimildir fáorðar, enda iþótt
alldrjúgan skilding hlytu íbúar öskusveitanna úr þeirri átt. Er
þess getið, að þar hafi samskotaféð orðið nær 11.000 krónur,
og hafi það fé verið sent landshöfðingjanum til ráðstöfun-
a,r. 44) E!kki cr mér kunnugt um, hverjir voru helztu forsvars-
menn fjársöfnunarinnar þar í landi, né he’dur, 'hvernig henni
var háttað.
D. Bretland.
Mest; varð söfnunarfjárhæðin í Bretlandi, sem áður er getið.
Áttu íslendingar þar góðan forsvarsmann, þar sem var Eirík-
ur Magnússon, bókavörður í Cambridge, hinn mesti ágætis-
maður. Vann hann ötullega að fjársöfnuninni, m. a. með því
að rita hjálparbeiðnir og ástandslýsingar í ©nsik blöð, Tihe
Times, The Scotsman o. fl. Naut hann góðs stuðnings margra
merkra manna þarlendra, m. a. borgarstjórans í Lundúnum.
Allri siöfnunarfjárhæðinni var síðan samþykkt að verja til
kaupa á fóðurkorni, og var fengið skip með það til Eskifjarð-
ar þá um haustið og því síðan úthlutað milli bænda í ösku-
sveitunum.
20. dag sept,. 1875 kom frá Englandi á Eskjufjörð gufu-
skipið .,Fifeschire“ með 150 tons af gripafóðurkorni,
nefnilega 2000 10 fjcrðunga sekki af maís, 500 sekki
af byggi cg 500 sekki af höfrum, sem landi vor herra
Eiríkur Magnússon, bókavörður í Cambridge, hafði
keypt fyrir höfðinglegar gjafir göfuglyndra Emglend-
inga handa þeim Múlasýsluinnbúum, er urðu fyrir tjóni
af öslmfallinu .næstliðinn vetur, og leigt skip til að
flytja fóður þetta á Eskjufjörð til að bjarga fóðurlaus-
um skepnum í ö-s'kusveitunum í Múlasýslum, einkum
þeim, sem bjargast, af kvikfénaði. Fremstir forgöngu-
menn að hvötum herra E. Magnússonar, til þess að út-
vega þsssar höfðinglegu gjafir eru taldir borgarstjóri í
Lundúnum Lord Mayor Davíð Henry Stone og Baronet
sir Thomas Eakin. 45)
Þannig lýsa heimildir fjársöfnuninni þar í landi. Hefur það
án efa verið hið mesta happaráð, að keypt skyldi fóðurkorn