Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Qupperneq 69
múlaþing
67
endum er það cg sameiginlegt, að þeir urðu að yfirgefa jarð-
ir sínar fyrsta árið. Virðist mér helzt svo sem farið hafi verið
eftir dýrleika jarðanna (jarðamati) við útihlutunina. Vem má
og, að farið hafi fram mat á skemmdum af völdum öskunnar
á hverri jörð, einnig, að úthlutað ihafi verið eftir efnum og
ástæðum ábúenda, sem þó .nægir varla til að skýra svo mik-
inn mun, sem þama kemur fram. Sérstakiega er mikill munur
á tveimur fyrsttöldu jörðunum, Eiríksstöðum og Hákonarstöð-
um, og öllum hinum. Hefur þar sennilega verið tví- eða þrí-
býli, svo sem er þar ennþá.
Enginn vafi er á því, að fjársöfnun þessi ihefur orðið ösku-
sveitarbúum til hinnar ómetanlegust.u hjálpar. Óvíst er, hvern-
i(g farið 'hefði, ef hún hefði ekki komið til. Án efa hafði þá
ástandið orðið annað og verra, brottflutningur og upplausn
imeiri og ef til vill hallæri og hungui'sneyð í þeim sveitum,
sem verst, voru staddar. Létu Austfirðingar óspart þakklæti
sitt í ljós gefendum, og er ekki ioust við, að fram komi full-
noikil auðmýkt, einkum gagnvart Dönum, svo sem sjá má af
eftirfarandi þakkarávörpum, sem birtust í blöðunum. Þeim
var þó málið skyldast, enda þctt, þjóðin hefði þá nýverið öðl-
azt. eigin stjcrnarskrá og fjárforræði, er þetta gerðist. Hið
fyrra er frá Jóni Sigurðssyni forseta, svohljóðandi:
Til íslendinga.
Eptir því, sem alþing hafði falið mér á 'hendur, leitaði
eg samtals við konun.g 27. september næstliðinn, til þes.s
að flytja honum þegnlega kveðju þingsins og jafnframt,
sérílagi þakklæti fyrir hinn nýasta vott um góðvild hans
oss Isle.ndingum til ihanda í því, að verða fyrstur til að
veita þeim lið, sem höfðu orðið fyrir skaða af eldigosinu
eystra í vor eð var. . ..
Kaupmannahöfn, 14. nóv. 1875.
Jón Sigurðsson, alþingismaður ísfirðinga, forseti á al-
þingi 1875. “)
Hið síðara er frá sýslunefnd Norður-Múlasýslu og ihljóðar
þannig:
'Fyrir hönd sjálfra vor og annarra íbú-a þeirra sveita í
Norður-múlasýslu, sem hafa liðið hinn mikla skaða af
ösikufallinu í fyrra vor, finnum vér oss innilega knúða