Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Side 71
MÚLAÞING 69
Vetui-inn 1875—76 varð íbúum öskusveitanna hagstæður,
enda þótt nokkur harðindakafli kæmi um veturinn og jarð-
bönn fylgdu. Lá 'þá við borð, að heyþrot og bjargarleysi yrði
á þessu svæði. Hefur það vafalaust bjargað frá fjárfelli, að
voraði snemma og endanlega um sumarmál. Mikil hjálp hefur
og verið í korngjöfum Englendinga fyrir þá, sem þeirra nutu.
Frásagnir af tíðarfari og ástandi búskaparins fyrrnefndan
vetur má lesa í blöðunum frá þeim tíma. Fyrst er hér 'kafli
úr bréfi úr Fljótsdal, rituðu í marz 1876:
Svio mátti telja að jarðir hjeldist til gói:komu víðast.
Nú er orðið lítið um jarðir í oeztu sveitum, í flestum
sveitum jarðlaust. Beitin var kjarngóð meðan til náði,
því grænt er enn niður í öskunni. Síðan snjór kom og
lagði niður hin gisnu strá upp úr öskuskáninni, náði tje
seint fylidum. Fljótt gengur nú á hin litlu hey okkar
undan sumrinu, og er hætt við þau endist eigi til pásika.
Enda er nú um sinn enginn vegur til að ná heyi á sleð-
um úr fjarlægum sveitum, þó ýmsir eigi þar hey af
engjum, sem fengust þar til láns í sumar.
Fjenu heilsast hjer enn vel og er hvergi talað um gadd-
jaxla, enda ætla jeg lítið Ihafi verið eptir því litið. 52)
Hér koma firéttir að austan í aprílmánuði 1876:
Hann (þ. e. Sigbjörn austanpóstur) segir að austan,
sömu veðráttu og hjer var, sem sje harðviður og snjóa,
en þó fannir þar meiri en hjer, svo margir eru í voða
með skepnur sínar, sakir heyleysis og jarðbanna, og á
stöku stöðum farið að falla sauðfje af megurð, ein'kum
:í Vopniafirði, hjá þeim er í fyrra sumar fluttu þangað
af Jökuldal. 53)
Hér eru afleiðingar ofþrengslanna í Vopnafirði greinilega
farnar að koma í ljós, svo sem væ.nt-a mát.ti.
Og enn ritar séra Sigurður Gunnarsson á Hallormsstað
þrjú bréf, ,sem öll fjalla um ástandið í öskusveitunum árið
1876 og uppbyggingu eyðijarðanna það ár. Hið fyrsta er ritað
í maí og hljóðar svo :
1 þessum sharðindakafla, sem hjelzt 10 til 12 vikur, eydd-
ust meiri hey en í mörgum meðalvetri, áður hjer á upp-
sveitum í hjeraði, því svo opt varð að gefa öllu fje inni.
En fjeð var wl undirbúið ekki sízt í öskusveitunum því