Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Síða 82
80
MÚLAÞING
hvað mestum búsifjum *af völdum ösku'fallsins 1875, önnur
foeint hin ótoeint, og er þá átt við Jökuldalshrepp og {Vopma-
fjörð. iSýnt hefur verið fram á, hversu skyndileg aukning
verður á Vesturheimsfeirðum úr þeim báðum við öskufallið,
siem helzt. svo nokkuð jöfn næ-stu árin á eftir. Hægt er með
samanburði að rekja slóð margra, ,siem flutzt höfðu úr Jökul-
dal undan öskufallinu t.il Vopnafjarðar, þaðan til Vesturheims
hin næstu ár, ásamt fjölmörgum bændum og búaliði úr
Vopnafirði, sem ætla má, að flosnað hafi upp vegna of mik-
liiia landþrengsla og ágangs *af völdum hins aðflutta fólkst
Þetta er eitthvert átakanlegasta dæmið um það, hversu
hörmulegar ui*ðu afleiðingar öskufallsins mikla, enda munu
Ausbfirðingar lengi minnast þessa atburðar úr byggðarsögu
fjórðungsins.
I sveitum á Héraði og annars staðar, þar sem aska féll,
gætiti burtflutnings fólks ékki eins mikið og í þeim sveitum,
er nefndar ihafa verið. Búferlaflutningar milli byggðarlaga
vegna öskufallsins voru litlir eða engir, í verstu sveitunum
aðeins í nokkra mánuði. Ameríikuferðir urðu og mun minni á
þeissu. svæði, enda þótt þeirra gætti nokkuð þar sem annars
staðar iá landinu. Eftirfarandi tölur eru teknar úr prestþjlón-
ustubókum í Valþjófsstaðarsókn í Fljótsdal, en þ*a,r hygg ég,
að ástandið hafi verið svipað og í öðrum öskusveitum á Hér-
aði og niðri í Fjörðum:
Árið 1874 er tala burtfluttra úr sókninni samtals 16 manns,
og fór enginn af þeim til Vesturiheims. Árið 1875 flytjast alls
brott .37 manns, þar af fór 1 maður til Ameríku, en 7 fóru
frá Skriðuklaustri að Skinnastað í Axarfirði, eins og áður er
getið. Árið 1876 flytjast burt samtals 46, af þeim fóru 16
til Ameríku, og er þar um greinilega aukningu að ræða frá
árinu áður. Árið 1877 er heildartala tourtfluttra 36, þar af 10
til Ameríku. Árið 1878 fóru burt úr sókninni 21 í allt og 1
þeirra veétur um haf. Árið 1879 fóru 2 til Vesturheims og
árið 1880 enginn. Af þiessu má sjá, að tala Amerí'kufaia er
langhæst árið efftir öskufallið, eins og í Jökuldal og Vopna-
firði, en fer síða.n smálækkandi næstu ár fram til 1880. 6")