Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Page 83
múlaþing
81
Þetta gefur okkur þá niðurstöðu, að öskufallsárið, 1873,
'hafi crðið tiltölulega lítill landflótti af öllu öskusvæðinu, að-
eins flutningur á milli byggðarlaga. Árið eftir, 1876, hefjast
hins vegar Ameríkuferðir fyrst; fyrir alvöru af Austurlandi,
«g flyzt jþá einkum af landi brott fólk úr þeim sveitum, er
fyrir jnestu öskufalli urðu, svo og þeim, sem orðið höfðu
fyrir mestum átroðningi af völdum hins aðflutta fólks frá
árinu áður, eins og t. d. í Vopnafirði. Næstu árin heldur fóiks-
útflutningurinn til Ameríku áfram, en fer þó heldur minr.ic-
andi. Samt eru afleiðingar Öskjugossins 1875 greinilega enn
að verki, þar sem flestir útflytjendurnir eru öll árin úr Aust-
firðingafjórðungi miðað við aðra landshluta.
Airið 1877 er talið, að 60—70 manns Ihafi farið úr Múla-
sýslum til ,.Nýja-íslands“, oig auk þess nokkrir menn ein-
stakir. 67) Tala Ameríkufaia af öllu landinu þa.ð ár liggur
e'kki fyrir, en mun ekki hafa verið mjög Ihá, eða varla yfir
80 imanns. Koma því áhrif öskufallsins skýrt fram í þvfi, að
þetta skuli flest allt vera fólk úr Múlasýslum.
Árið 1878 vex útflytjendahópurinn til Ameríku nokkuð frá
árinu á undan, því að þetta ár er talið, að farið hafi til Vest-
urheims um 420 manns, flestir af Norður- og Austurla.ndi. ,s)
Mun tæpur helmingur (192) vesturfaranna hafa verið úr
Austfii'ðingafjórðungi, og hefur þá áhugi fyrir slíkum ferð-
um verið mikill í fólki þar, eins og fram kemur líika í bréfi
úr Seyðisfirði frá því í feibrúar þessa árs:
Mikið uppþot iar hjer í mörgum að vilja selja eigur sín-
ar og k'Omast til Ameríku, þó er sagt að einna mest
'kveði að því í Eyðaþinghá, hvar fjöldi fólks hugsar til
farar í sumar. Hvar þeir hugsa sjer að setjast að í
Ameríku er enn óákveðið. 69)
Ennþá eru mjög greinileg áihrifin af öskufallinu, enda mun
upplausnin hafa verið víðar austanlands en í Eiðaþinghá, þar
sem þá fóru m. a. 61 maður úr Hofssókn í Vopnafirði til
Vesturheims.
Árið 1879 er talið, að flytt.ust vestur um haf samtals 211
manns úr Múlasýslum báðum, en ekki hef ég öruggar tölur
um heildartölu útflytjenda af landinu þetta ár. Hún mun þó