Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Page 84
82
MÚLAÞING
ekki 'hafa veiið hærri e;i árið á undan (þ. e. um 400 manns),
og virðast því áhrif öskufailsins enniþá mjög ótvíræð.
Árið 1880 öregur nokkuð úr vesturförum fólks úr Múla-
sýslum, því að þetta ár fóru aðeins um 40 manns vestur um
haf úr þeim báðum. Heildartala útflytjenda af landinu öllu
liggur heldur ekki .fyrir þetta ár, en mun þó ekki hafa verið
ýkja há. Má því ætla, að hlutfallstala Austfirðinga í Vestur-
förum Islendinga þetta ár hafi verið mjög hin sama og árin
á undan.
Tafla um Vesturheimsferðir fólks af Austurlandi 1871—1880
(úr Jökuldal, Hofssókn í Vopnafirði og Fljótsdalshreppi
borin saman við landinu í heild). 'heildartölu útflytjenda af Austiurlandi og
Ár. Jökuld. Hofss. Fljótsö. Austurl. Heildarútfl.
1874 0 ? 0 ? ?
1875 10 ? 1 ? ?
1876 36 80 16 um 500 rúm 1300
1877 0 0 10 um 70 um 80
1878 4 61 1 192 420
1879 7 75 2 211 um 400
1880 11 43 0 40 ?
E’g hef ekki talið faert að rekja áhrif Öskjugoissins miklo,
árið 1875, hvað snertir Amieríkuferðir fólks af Austurlandi.
lengra en fram til ársins 1880, enda var þá greinilega farlð
að draga mjög úr ihinum „náttúrlegu“ afleiðingum þess. Enn-
fremur verða þá þau tímamót í sögunni, að þá hefst einmitt
annað aðaltímabil vesturfara Islendinga, sem átti aðallega
i-ætur að rekja til harðs árferðis næsta áratugs, og mátti
siegja, að það gengi nokkuð jafnt yfir landið allti Hins vegar
ætti ekki að þurfa að efast um hlut öskufallsins mikla í brott-
flutningi fól'kp af Austurlandi vestur um haf á árunum 1875
—80, eins og sýnt hefur verið fram á hér að framan. Er því
chætt að fullyrða, að til þess megi öðiai fremur rekja orsak-
irnar fyrir því, að mjög stór hluti Vestur-lslendinga á ættir
sínar að rekja einmitt til þessa lands'hluta.