Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Page 91
múlaþing
89
drypu mönnum sjálfkrafa í skaut á þeim tíma er þau bjuggu
í Arnkelsgerði.
Nikulás lét af oddvitastörfum 1924 og lézt, þrem árum síðar
69 ára að aldri.
Þau Arnikelsgerðisihjón áttu eigi börn, en tóku fósturbörn.
Hjá þeim ólst upp Sveinn Pálsson sonur séra Páls Pálssonar
í Þingmúla og síðari konu hans Steinunnar Eiríksdóttur. Séra
Páll drukknaði sem kunnugt er í Grímsá árið 1890 er Sveinn
var 5 ára, og mun sveinninn þá hafa farið í fóstur í Arnkels-
gerði skömmu eftir.
Sveinn var með í ferð þeirri er íhér verður sagt frá. Hann
var þá 'hátt á þrítugsaldri, og mér er óihætt að segja alveg
einstakur gjörvileikamaður, tveggja manna maki að burðum,
afkastamikill og þó bráðlaginn að hverju sem hann gekk,
jafnvígur í öllum vinnubrögðum, Sveinn var forystumaður í
Ungmennafélagi Vallahrepps framan af starfstíma þess, gerði
ásamt fleiri ungum mönnum í sveitinni sundlaug í Símonar-
lág, sjálfur ágætur sund- og glímumaður, fleiri íþróttum bú-
inn og frábær rjúpnaskytta. Það var fyrst og fi-emst fengur
hans frá hausti og fram yfir hátíðar þennan vetur sem nú
slkyldi fluttur í kaupstað.
Þriðji maðurinn í ferðinni var Sigurður Sigbjörnsson sem
þá v*ar á Gíslastöðum. Hann er nú dáinn fyrir nokkru, fluttist
lömgu eftir að þetta var til Akureyrar og dó þar.
Sá fjórði var ég, þá enn á Eyjólfsstöðum og 19 ára að aldri.
Þá var fimmti maðurinn ráðinn til fylgdar með hesta nokk-
uð af leiðinni, Sigfús Jóihannesson sonur Jóhannesar á
Skjögrastöðum ihins kunna *alþýðuskálds.
Þetta var sem fyrr segir í janúarmánuði, seint í mánuðin-
um. Viðskipti Héraðsbúa voru þá að vísu mestmcgnis á Reyð-
arfirði og flutt þaðan á vögnum þegar fært var, en á Reyðar-
firði var enginn markaður fyrir rjúpur. Þess vegna var þess-
ari ferð heitið á Seyðisf jörð.
Færð var um þetta leyti þannig háttað að á láglendi voru
svellalög víða en annars autt, en af Fjarðarheiði hafði frétzt
að þar væri töluverður snjór og brotaleiði fyrir hesta. Þess