Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Síða 92
90
MÚLAÞING
vegna var ekki talið að hægt yrði að fara með besta Iengra
en upp á Norðurbrún.
Nú var ferðin undirbúin. Rjúpurnar voru sumar settar í
kassa ien aðrar í poka. Þær þurftu að vera stíffrosnar til að
þola flutning í pokum. Sérstakur sleði hafði verið smíðaður
til ferðarinnar, skíðasleði, og annar fenginn að láni hjá Gunn-
ari á Ketilsstöðum. Var það svokallaður þingeyskur sleði,
mjög léttur og meðfærilegur en þó ætlaður fyrir hest.
Rjúpurnar reyndust hátt á níunda hundrað að tölu og því
sýnt að 'töluverða erfiðismuni myndi kosta að koma þeim yfir
Fjarðarheiði eins og færð var þar háttað, enda þótt -allt gengi
skaplega. Kassarnir voru fremur óþægilegir í flutningi ef
bera þyrfti af sleðunum, og ekki mátti þessi varningur verða
fyrir miklu hnjaski sem slkiljanlegt er, og var því vandmeð-
faiinn. V- , !
Síðo.n var lagt af stað undir kvöld með sleðana tvo og eina
átta hesta undir klyfjum, og var að visu létt á þeim. Fyrsti
áfanginn var í Egilsstaði, og gekk ferðin þangað vel. Þar
fengum við rétt fyrir hestana og her'bergi fyrir olkkur til *að
leggja okkur í. Þar vorum við fram undir kl. fjögur um nótt-
ina, er farið var *að leggja á og setja upp burðinn. Þá var
tunglsljós og hreinviðri, og gekk nú allt vel í fyrstu, allt upp
undir Fardagafossbrekkur. Þar komum við í umbrotafærð
fyrir ihestana og ófært með öllu að koma þeim með burði þar
u.pp. Var því ekki annars kostur en að t*aka ofan og bera
rjúpurnar upp. Þetta var ágæt byrjun. Þatta tók langan
tíma, en hafðist þó að lokum, og einnig tókst að koma hest-
unum upp lausum.
Uppi á brekkunum var látið upp á nýjan leik og brotizt
áfram með hestana upp á brún. Lengra varð ekki með bá
komizt, enda fullvíst talið fyrirfram. Þó hafði verið gert ráð
fyrir að fara með einn hestinn yfir og láta hann diraga þyngri
sleðann með bjálp tveggja manna. Var það gert, en Sigfús
sneri aftur með hina.
Rjúpurnar voru nú settar á sleðana, um 300 á skíðasleð-
ann, en ihitt, eða á sjötta Ihundrað, á hinn. Síðan laigt af stað.