Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Page 93
MCLAÞING
91
Við Sigurður drógum skíðagrindina á sjálfum okkur, en Ni'ku-
lás ’og Sveinn voru með þann sem hesturinn var fyrir. Sevð-
isfjarðarpóstur hafði þá nýverið farið yfir heiðina með hesta
og slóð þeirra sýnileg á köflum. Við veittum iþví strax eftir-
tekt að itolóð sást í slóðinni, og var merki þess að hestarnir
höfðu skorizt á brotanum.
Fljótlega kom í ljós að þetta var ákaflega þungt og erfitt,
en iþó böðluðumst við áfram. Eftir langa mæðu og erfiði,
komum við að svokölluðum Sigurðarmel. Hann er um það foil
miðs vegar milli Norðurbrúnar og Kötluhrauns, og er þá að
baJki um fjórðungur vegar yfir sjálfa heiðina. Þá var orðinn
svo erfiður drátturinn að við slógum á það ráð að skilja
skíðasleðann eftir. Frá Sigurðarmel slógum við okkur suður
fyrir lægðina sem liggur þvert yfir heiðina, inn yfir á.na vest-
an við vatnið og upp í Vatnshæðir, en svo heita hæðirnar
sunnan við vatnið, þar sem síminn lá fyrrum og sælúhúsið
var. Þar var he'.dur snjóléttara en norðan vatns og oft farið
á veturna eftir hjallabrún, sem liggur þar framan við dæld-
ina.
Færðin reyndist ákaflega þung, en áfram vai' baksað allan
daginn yfir heiðina. Mér er það minnisstætt, hve Nikulás sótti
ferðina kappsamlega. Alltaf vildi hann ihalda áfram hvíldar-
laust, en við hinir kusum gjarnan að stanza og hvíla okkur
öðru hverju. Við gerðum það líka, enda full þörf á, og fjórar
urðu máltíðirnar á heiðinni þarna um daginn áður en við náð-
um austur á brún.
Þegar við komum á brekkuna upp af Efri-Stafnum þar sem
vegurinn liggur nú niður af heiðinni var 'komið myrkur fyrir
löngu. Þar ski’dum við eftir sleðann með því sem á honum
var, en brutumst áfram með hestinn ofan yfir. Snjór var mik-
ill í brekkunum og umbrot, e.n batnaði eftir því sem neðar dró
og autt. eftir að kom niður fyrir brekkuna innan við Fjarðar-
sel. Úit í kaupstað komum við kl. 12 á miðnætti. Þá vorum við
búnir að vera nákvæmlega 20 klukkustundir á leiðinni frá
Egilsstöðum.
Mér er víst óhætt að segja að allir höfum við verið orðnir