Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Page 94
92
MÚLAÞING
mjög þreyttir þótt enginn vildi við það kann-ast og nú nrðum
við að vdkja upp og beiðast gistingar. É|g fór í Fjörð til Jóns
Jónssonar, hafði víst fengið einhverja vísbendingu um að
leita þangað. Þar knúði ég dyra allfast, og von bráðar kom
Jón niður og tók mér vel og rausnarlega eins og hans var von
og vísa. Ég sagði honum nú alla ferðasöguna og líka það að
Nikulás hefði ákveðið og fyrirlagt að við færum aftur kl. 6
að morgni á vit við flutning okkar á (heiðinni. Éig fékk Ihinar
beztu viðtökur í Firði hjá þeim Jóni og Halldóru konu hans
og svaf vel.
Um morguninn kl. u,m hálfsex kemur Jón sjálfur, vekur mig
og segir að nú muni ekki til setu boðið fyrir mig eftir þvi
sem ég hefði sagt kvöldið áður. Éjg spratt upp, og eftir góðan
árbít fcr ég að hitta Nikulás og þá félaga mína hina. Svo fór-
um við að búa ofekur af stað. Hestinn skildum við eftir niðri
í Seyðisfirði. Nikulás hafði um það samið að það yrði komið
með hann á móti okkur inn fyrir Fýirðarsel með kerru, enda
snjólítið í neðra eins og fyrr gat.
Nú leggjum við af stað og þæfum upp og norður heiðina,
alla leið norður að Sigurðarmel. Þar tókum við s'kíðasieðann
og snerum við með hann. Okkur gekk sæmilega með hann
austur, enda nú fjórir með hann, en tveir d-aginn áður. Þegar
við komum þangað sem stóri sleðinn var urðum við að taka
hann líka. Voru jþví aðeins tveir með hvorn sleða ofan. Það
gekk svona og svona, hálfskrykkjótt en stóráfallakaust. Neð-
an í Efri-Stafnum brutum við skíðasleðann í spón, og þá
varð að setja allt á hinn. En áfram héldum við niður undir
Fjarðarsel. Þar mættum við manninum með hestinn og vagn-
inn, og var nú *allt drifið á 'hann. Út í kaupstað komum við
kl. tæplega 7 um kvöldið eftir 13 stunda ferð. Við náðum
opnum búðum því að þá var ekki siður að loka eins snemma
og nú er gert, og við vorum afgreiddir um kvöldið. Rjúpurn-
ar voru teknar og það lítilræði sem keypt var afgreitt. Mig
minnir það helzt vera einn haglapoki ssm Nikulás átti.
Morguninn eftir var lagt af stað heimleiðis kl. 7. Okkur
gek'k ágætlega upp yfir og komum bæði hesti og sleðanum