Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Síða 98
96
MÚLAÞING
tiann sá eini Norðmaður sem mér féll reglulega vel í geð, var
það ekki ofsagt að við værum góðir kunningjar.
Þá bjó Björn á Selstöðum í Seyðisfirði Hermannsson, bónda
sama staðar Halldórssonar á Fjarðarkoti í Mjóafirði Pálsson-
ar. Kona Björns var Rannveig Stefánsdóttir bónda í Stakka-
hlíð í Loðmundarfirði Gunnarssonar.
Svo var það eina nótt fyrri hluta þessa sama vetrar, hvenær
m*an eg elkki með vissu, en það var eftir að Anna var farin.
að mig dreymir að eg komi inn í Rauða pakkhúsið sem svo
var nefnt, það tiiheyrði Tostrupsverzlaninni og var aðeins fáar
álnir frá mínu 'húsi. Þegar eg kom þar inn, þá er Anldrés
Rasmussen þar fyrir, Abrahamson og svo einhverjir fleiri, en
í isömu svifum og eg kom inn í húsið, þá þykir mér Rann-
veig á Sels-töðum snarast inn úr dyrunum, óvanalega fasmikil.
Hún gengur rakleiðis að Abrahamson þar sem hann stóð á
g'ólfinu, leggur hsndur um háls bonum og faðmar hann að
sér með blíðu. Eg var í svefninum alveg forviða yfir þessu
nthæfi Rannveigar, en ekki sá eg hvort Abrahamson gaf þessu
nokkum gaum, enda vaknaði eg í sömu andránni. Þótti mér
draumurinn smáskrýtinn, en hugsaði svo e'kki um það frekar.
Seinna um veturinn kom sú fregn, að þegar Anna var á
lisið inn til Bergen í Noregi þar sem Kársund heitir, veður var
gott. en náttmyrkur, þá rann skipið með fullri ferð upp á sker
og sökk á skömmu bragði. Fólkið fór í tvo báta, sá er fyrr
fór frá skipinu komst *af með heilu og Ihöldnu. I hinn bátinn
fóru sex menn, þar var Abrahamson og Magnús Eyjólfsson.
hverjir hinir voru veit eg ekki. Þeir urðu svo naumt fyrir, að
uþi leið og skipið sökk sogaðist báturinn niður með því. Þar
fórst Abrahamson, sýndist þar sem oftar sannast hið forna
spakmæli, ..dregur til þess er verða á“.