Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Qupperneq 100
98
MÚLAÞINC
ar, en Oimur sonur Lcfts og Kristínar hefur ef til vill dáið
1432 í pestinni. Það sýnist. vera, að Ormur Loftsson lmfi dáið
um 'það leyti, 1446, því ekkja hans tók ólögræðislega saman
við Sigmund prest Steinþórsson af Ásmanna ætt, og sonur
þeirra var Jón, sem orðinn er lögmáður 1481 og varla fæddur
mikið sein.na en 1446—CO. Báðir þessir Oimar gátu *að vísu
lifað samtímis í landinu, þótt annars sé að litlu getið, mót,
allri von, og wíst er það, að Ormur sem er 56 ára 1446 er
ekki sonur Kristínar Oddsdóttur.
Lofts getur fyrst. sem ráðsmanns eklkju, sem á Stóra-Dal
undir Eyjafjöllum og hefur að öllum líkum búið þar. Það hef-
ur verið áður en Loftur kvæntist hið fyrra sinn, sem hefur
verið fyrir 1390, og mundi hann tþá fæddur um 1360—65.
Ekkja þessi hét Guðrún Haraldsdóttir, mun þó finnast Styrs-
dóttir, og Helga nokkrum Styrssyni dæmdist óðalsréttur að
Stóra-Dal eftir Guðrúnu, en hún hafði gefið Lofti jörðina í
þjónustulaun og þá Lofti líklega til giftumála við rík*a konu.
Stóri-Dalur var bændastaður og því ættsetujörð, og verður
það þá ættfræðileg gáta, hvernig Loftur getur átt þessa jörð
í óðalsrétti, því að þrátt. fyrir það að jörðin dæmdist Helga
Styrssyni, líklega um 1406—08, hélt Loftur jörðinni þá í
betra rétti en Helgi, og át.tu afkomendur hans lengi síðan
jörðina, unz hún virðist falla úr ættinni eftir misferli Þorleifs
Eiiíkssonar, Loftssonar ríka, af Krossreið, 1471.
Bréf Lofts er á þessa leið og finnst í Fombréfasafni við ár
1430, dags. á Möðruvöllum 20. apríl:
„ .. . og svo skipa ég mínum löglegu erfingjum að ómagi
gkal fæð*ast ævinlega á öllum þeim Ihöfuðbólum, er þeir erfa
eftir mig. Á Skarði, Flatey, Galtardalstungu skulu þeir vera
af Skarðverjaætt. En af Möðruvellingaætt á Möðruvöllum,
Lögmannshlíð, Ásgeirsbrekku (ritað Ásgarðsbrekku), Sjávar-
borg, Másstöðum, Ásgeirsá. En Pálsætt Þorvarðarsonar á
Eiðum, Njarðviík og Ketilsstöðum. En af ættinni Gísla bónda
í Mörk og Dal undir Eyjafjöllum“.
Loftur er Guttormsson frá Skarði Ormssonar iögmanns á
Skarði, Snorrasonar lögmanns, síðast á Skarði, Narfasonar á