Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Síða 101
MÚL AÞING
99
Kolbeinsstöðum, Skarðs Snorrasonar prests Narfasonar. Móð-
ir Lofts er Sofía Eiríksclóttir ríka á Svalbarði Magnússonar á
s. st., einnig ríka, en móðir Sofíu er Ingiríður Loftsdóttir frá
Möðruvöllum Þórðarsonar, en kona Lofts var Ása frá Aski í
Noregi oig móðir hennar Málfríður, er fyrst heitir svo kvenna
í ísl. heimildum. (Lafrans- Lársntsinssaga). Er nú skipað 6
ómögum á jarðir Möðruvellinga-ættar, og mætti það vera
bending um það, hvaðan Loftur telur sig Ihafa fengið mestan
auðinn. Ingibjörg er dóttir Páls á Eiðum, og Ihans ættarjarðir
eru hinar nefndu jarðir. Móðir Ingibjargar er Sesselja Þor-
'Steinsdóttir, og nú er það eftir stíl þessa gernings vart um
annað að gera,, en að „ættin Gísla bónda“ sé hennar ætt.
Þessar jarðir, segir Loftur, að erfingjar sínir eigi að erfa, og
það eru, samkvæmt þessum gerningi, börn hans og Ingibjarg-
ar. Þessar jarðir eru því aliar þeirra ættarjarðir, og tvímæla-
iaust er þá Sesselja móðir Ingibjargar af ætt Gísla bónda. Það
hefur verið á reiki fyrir fræðimönnum, af hvaða ætt Sesselja
á Eiðum hafi verið og ýmsir til nefndir að vera feður hennar
af Þorsteinum, sem eru geysimargir nefndir í heimildum á
14. öttd. Nú er það ljóst, hver þessi Þorsteinn er, og mátti
alltaf vera, síðan þessi gerningur varð kunnur. Hér verður
ekkert af því rakið og engu skeytt um heilaspuna og hræri-
graut í ættfræði Sesselju, því hér er beina braut að fara, þótt
fullar upplýsingar séu ekki fyrir Ihendi um ýmsa ættliði, aðal-
ilega kvenliði ættarinnar.
I Ártíðarskránum, bls. 166, stendur A.ndrés Hrólfsson, og
'útgefandi þeirra, dr. Jón Þorkelsson, taldi að hér væri um
Andrés í Stóra-Dal að ræða, Hrólfsson Narfasonar á Kol-
beinsstöðum. Hrólfs er ekki getið í Æviskránum meðal barna
Narfa, cn synir hans voru lögmennirnir þrír, Þórður, Þorlák-
u.r og Snorri. Þetta segir ekki dr. Jón án þess að vita með
hvað hann fer, og honum er jafnan vel að treysta í fræðunum.
Hrólfur Naifason mundi þó hafa kvæ.nzt að Dal, og vitað
er eftirfarandi um Dal. Segir frá því í Árna ibiskups sögu, að
Sigvarður biskup í Ská'holti, 1238—68, ihafi tekið Dal í pró-
ventu tveggja kvenna, Þuríðar Ormsdóttur og Arnfríðar
L.