Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Qupperneq 102
100
MÚLAÞING
Bjarnadóttur, systur Vigfúss í Dal. En er Árni biskup keypti
Baugsstaði handa Lofti frænda sínum af Þeóbaldi Vilhjálms-
syni, Sæmundssonar frá Odda, galt hann Þeóbaldi Dal. Hrólf-
ur er líklegur til að vera tengdasonur Þeóbalds og 'komast
þannig að Dal, þótt líka gæti verið, að það hefði Andrés son-
ur ha.ns gert síðar, en Andrés ber nafn úr Oddaverja ætt. Það
sem er áreiðanlegt og má í þessu efni skoða, er það, að Snorri
Narfason, bróðir Hrólfs, kvæntist á Suðurland, og hét kona
hans Þóra, stóra ættarn-afnið úr Oddaverjaætt. Henni fylgdi
Merkurla.nd, sjálfsagt undir Eyjafjöllum, svo þaðan hefur hún
verið ættuð. Svo nánar virðast þessar jarðir, Dalur og Mörk,
að á báðum jörðunum eigi þeir menn ættarrétt, sem á ann-
arri eru fæddir í ættarrétti. Þóna á eflaust ættarrétt á Dal,
fyrst hún á Mörk, enda líklegt, að hún sé dóttir Þeóbalds eða
á anna.n hátt venzluð honum.
Sonur Snorra og Þóru var svo Ormur lögmaður, þekktastur
af Grundarbardaga, faðir Guttorms föður Lofts. Er þá kom-
inn ættarréttur Lofts til að eiga Stóra-Dal, svo Loftur fær
hrundið lcgmanítsdóroi um eignarrétt Kelga Styrssonar á jörð-
i.nni. Nær því verður ekki komizt að skýra ættarrétt Lofts á
Dal, iþótt hér kunni fleira að vera í efni, sem nú verður ekki
vitað. Hrólfur Narfason getur verið fæddur um og fyrir 1250,
en Snorri bróðir hans tæplega fyrr en Skarðs-Snorri er dáinn
1260. Andrés sonur Hrólfs getur því verið fæddur um 1275,
og synir hans f*ara að fæðast um og eftir 1300. Þeir virðast
vera, Gísli bóndi í Mörk, oft getið sem Gísla ríka í Mörk.
Bótólfur hirðstjóri 1341 og Jón Smiður hirðstjóri 1361. Ekki
þurfa þeir hér við sögu að koma, en Gísli riki í Mörk á son,
sem Andrés heitir, og hafi Gísli verið fæddur um 1300, getur
þessi Andrés verið fæddur unt 1325. Þessi Andrés er ‘kominn
á stúfana eftir hirðstjórn um 1355 og fær hirðstjórn 1357. Get-
ur hams svo við slík mál á ýmsa lund þangað til 1375, að
hann ferst á siglingu milli landa. Ekki er getið konu hans,
en skáldíið hefur það verið, að það sé kona sú, er lét Loft
níka hafa Stóra-Dal. Það er á engum rökum reist, því Andrés
átti eftir syni, sem ekki var hægt að gefa ættarjörð frá. Hitt
i